Sport

Búlgarar fá nýjan þjálfara

Þjálfari Búlgara á Evrópumótinu í Portúgal, Plamen Markov, sagðist í gær hafa neitað að framlengja þjálfarasamning sinn og leita því Búlgarar að nýjum þjálfara fyrir landsliðið sitt. Fyrsta verk nýja þjálfarans verður að undirbúa liðið fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2006 en fyrsti leikur liðsins er einmitt gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum. "Ég sagði ekki upp. Samningurinn minn rann út í gær og ég lét formann búlgarska sambandsins, Ivan Slavkov, vita í gær að ég myndi ekki gera nýjan samning," sagði Markov í gær. Búlgarska landsliðið var það eina á Evrópumótinu sem ekki fékk stig en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í keppninni, 0-5 fyrir Svíum, 0-2 fyrir Dönum og 1-2 fyrir Ítölum. Búlgarar koma á Laugardalsvöllinn 4. september næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×