Sport

Lazio selur sína bestu menn

Ítalska knattspyrnufélagið Lazio er skuldum vafið og í gær seldi það tvo af stjörnuleikmönnum sínum til Valencia á Spáni. Spænsku meistararnir keyptu þá Bernardo Corradi og Stefano Fiore fyrir 16,6 milljónir evra eða tæplega 1,5 milljarða íslenskra króna. Spænska liðið borgar þó Lazio aðeins 3 milljónir evra því restin af kaupverðinu fer upp í skuldir Lazio vegna kaupa sinna á Gaizka Mendieta árið 2001. Lazio endaði í sjötta sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili en tryggði sér sigur í ítalska bikarnum í tveimur leikjum gegn Juventus. Þeir Fiore (3) og Corradi (1) skoruðu öll fjögur mörk liðsins í bikarúrslitaleikjunum og skoruðu saman 18 marka liðsins í ítölsku A-deildinni síðasta vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×