Fleiri fréttir

Ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í meira en 50 löndum.

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago
Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Biden samþykkir herta byssulöggjöf
Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt.

Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk
Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir.

Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi
Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi.

Herða reglur um rafskútur sem sagðar eru gera Róm að villta vestrinu
Borgaryfirvöld í Róm á Ítalíu ætla að herða reglur um notkun rafskúta, hámarkshraði verður lækkaður og notkun verður bönnuð börnum.

Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst
Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu.

Fornmunum Asteka bjargað á þurrt
Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru.

Telja árásina hryðjuverk íslamista
Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar.

Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“
Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið.

Rússar létu sprengjum rigna yfir Luhansk
Rússar reyna nú eftir fremsta megni að ná borgunum Sieveródonetsk og Lysychansk í Luhanskhéraði á sitt vald. Þeir létu sprengjum rigna yfir borgirnar í morgun og hæfðu meðal annars efnaverksmiðju þar sem hundruð almennra borgara hafa leitað skjóls undanfarið.

Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin
Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri.

Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof
Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof.

Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk
Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar.

Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar
Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin.

Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof
Fjöldi bandarískra fyrirtækja býðst nú til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka.

Betra sé að bjarga hvölum en planta trjám
Stórir hvalir taka til sín um það bil 33 tonn kolefnis hver yfir ævina á meðan hvert tré getur ekki tekið til sín meira en 48 pund af kolefni á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Zelensky ávarpar gesti Glastonbury
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu ávarpaði gesti Glastonbury fyrr í dag. Zelensky birtist í formi upptöku áður en hljómsveitin The Libertines hóf flutning sinn. Hann hvatti áhorfendur til þess að beita stjórnmálafólk þrýstingi.

Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina
Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla.

Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“
Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“.

Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk
Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa.

Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið.

Fjöldamorðinginn í Kongsberg dæmdur til vistunar á geðdeild
Dómstóll í Noregi sakfelldi 38 ára gamlan danskan karlmann fyrir morð og tilraun til manndráps í bænum Kongsberg í fyrra. Maðurinn, sem myrti fimm og særði fjóra, var dæmdur til vistunar á geðdeild.

Varar við hamförum vegna matvælaskorts
Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum.

Útdeila peningum til eldri borgara vegna verðbólgu
Danska þingið samþykkti að gefa tekjulágum eldri borgara fimm þúsund danskar krónur skattfrjálsar hverjum til að vega upp á móti verðbólgu og háu orkuverði. Aðgerðin á ekki að ýta undir verðbólgu.

Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna.

Vaktin: Úkraínska hernum skipað að hörfa úr Sieveródonetsk
Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að láta hersveitirnar sem barist hafa í Sieverodonetsk hörfa og segja ekkert vit í því að láta þær sæta mannfalli í langan tíma til að verja svæðið. Ríkisstjórinn segir 90 prósent allra heimila í borginni skemmd eða eyðilögð.

Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims
Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins.

Flaug til Mallorca eftir að hafa verið neitað um þungunarrof á Möltu
Bandarísk kona sem hefur ekki fengið að gangast undir þungunarrof á Möltu þrátt fyrir að hún sé að missa fóstur og að heilsa hennar sé í hættu, fékk í gær grænt ljós frá tryggingafélaginu sínu til að ferðast til Spánar til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Fimm látnir og tugir særðir eftir eldsvoða í háhýsi í Buenos Aires
Fimm eru látnir og 35 slasaðir eftir mikinn eldsvoða í háhýsi í argentínsku Buenos Aires í gær.

Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf
Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára.

„Þetta er sigur“
Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, fagnaði þeim tíðindum sem bárust í dag um að Úkraína væri formlega orðið umsóknarríki að aðild að Evrópusambandinu.

Úkraína og Moldóva formlega orðin umsóknarríki
Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu.

Aðstandendur hljóti meira en milljarð Bandaríkjadala í bætur
Degi áður en eitt ár er liðið frá hruni hluta tólf hæða íbúðarhúss við ströndina í Miami er bótaupphæð til fjölskyldna fórnarlamba slyssins ákveðin. Heildarupphæð bótanna nemur 1,02 milljarði Bandaríkjadala.

Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi.

Réttað verður yfir læknaliði Maradona
Dómari í Argentínu hefur ákveðið að réttað skuli yfir læknaliði Diego Maradona vegna manndráp af gáleysi. Sérfræðinganefnd komst að þeirri niðurstöðu að meðferðin sem Maradona fékk hafi einkennst af vanrækslu og óreglu.

Úkraína og Moldóva fái stöðu umsóknarríkis tafarlaust
Þingsályktunartillaga um að ráðherraráð Evrópusambandsins veiti Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkis án tafar var samþykkt á Evrópuþinginu í dag.

Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump
Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra.

Settu af dómsmálaráðherra sem varð manni að bana
Öldungadeild ríkisþings Suður-Dakóta í Bandaríkjunum sakfelldi dómsmálaráðherra ríkisins fyrir embættisbrot sem tengjast banaslysi sem hann átti aðild að á þriðjudag. Ráðherranum var vikið úr embætti og honum bannað að gegna opinberu embætti aftur.

Vaktin: íhuga að hörfa frá Lysychansk
Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands.

Dæmd í rúmlega fjögurra ára fangelsi vegna peningaþvættis Danske bank
Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi litháska konu í fjögurra ára og eins mánaðar fangelsi vegna margmilljarða peningaþvættis í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi. Konan afplánar fyrir hátt í fjögurra ára fangelsisdóm vegna annars peningsþvættismáls.

Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata
Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata.

Bíður þess að hjartað hætti að slá eða að hún fái sýkingu
Óttast er um líf bandarískrar konu sem er að missa fóstur á spítala á Möltu en fær ekki að gangast undir þungunarrof þar sem slíkar aðgerðir eru bannaðar með öllu í landinu. „Ég vil bara komast héðan lifandi,“ sagði konan við Guardian í gær.

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall
Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.

Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi
Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota.