Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2022 15:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur. Vísir/Arnar Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi. Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg. Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg.
Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira