Fleiri fréttir

Lög­reglu­maðurinn sem banaði inn­rásar­konu stígur fram

Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið.

Gigtar­lyf í flýtimati sem með­ferð við Co­vid-19

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning.

Selja hundrað hús í ná­grenni Róma­borgar á 150 krónur

Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið.

Þrír bræður fórust í bíl­slysi í Noregi

Allt bendir til að þrír bræður – 17, 18 og 20 ára –hafi látið lífið í bílslysi í Hallingdal í Flå, um 150 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Osló, á mánudagskvöldið.

Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar

Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu.

Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum

Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst.

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Rannsaka eitrun í þýskum háskóla

Sjö hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir að eitur var skilið eftir í mötuneyti þýsks háskóla í gær. Einn þeirra var fluttur á spítala í lífshættu.

Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.

Fyrr­verandi ein­ræðis­herra Tjad er látinn

Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Fresta geimgöngu vegna veikinda annars geimfarans

Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað geimgöngu tveggja geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni vegna veikinda annars þeirra. Veikindin eru þó ekki sögð alvarleg.

Sam­þykkir að verða vara­for­seta­efni flokksins á næsta ári

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur samþykkt að verða varaforsetaefni stjórnarflokksins í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að Duterte geti boðið sig sjálfur fram sem forseti á næsta ári og er þetta af mörgum talin leið fyrir forsetann til að framlengja valdatíma sinn.

„Nískasti fjár­mála­ráð­herra ESB“ lík­legastur til að taka við

Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins.

Kathy Hochul ríkisstjóri New York fyrst kvenna

Kathy Hochul sór embættiseið í nótt og varð þar með fyrst kvenna til að verða ríkisstjóri New York. Hún tekur við af Andrew Cuomo, sem sagði af sér í kjölfar fjölda ásakana um kynferðisbrot.

Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“

Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær.

Leið­togi Proud Boys í fimm mánaða fangelsi

Leiðtogi bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys var í gær dæmdur í rúmlega fimm mánaða fangelsi fyrir að ólöglegan vopnaburð og að brenna Black Lives Matter fána sem liðsmenn hópsins höfðu stolið.

Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu.

Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli

Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda.

Band­menn Sex Pi­stols höfðu betur gegn Johnny Rotten

Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina.

Bólu­efni Pfizer fær fullt markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig.

Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni

Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt.

Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir

Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug.

CDU og Jafnaðar­menn mælast jöfn í könnunum

Fylgi CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokksins SDP mælist nú jafnt í könnunum, nú þegar um fimm vikur eru til kosninga til sambandsþings þar í landi.

Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð

Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan.

Liechten­stein­prinsessa látin

Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri.

Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember.

Skutu fjölda hunda á leið í athvarf

Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19.

Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael

Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda.

Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl

Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust.

Sjá næstu 50 fréttir