Fleiri fréttir

Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennes­see

Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir for­dæma­lausar rigningar í Hump­hrey-sýslu í miðju Tennes­see-fylki í Banda­ríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjar­skipta­möstur í gær. Í mörgum til­fellum hefur fólk því ekki náð sam­bandi við ást­vini sína til að at­huga hvort sé í lagi með þá.

Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn

Her­menn Tali­bana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á að­stæðum við flug­völlinn í Kabúl í dag. Þúsundir Af­gana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Tali­bana sem náðu völdum í Afgan­istan í byrjun vikunnar.

Hættir sem forsætisráðherra og formaður

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 

Hræðast að íslamska ríkið ráðist á flug­völlinn í Kabúl

Bandaríkin hafa varað ríkisborgara sína við því að vera í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þau hræðast nú að armur hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, í Afganistan beini spjótum sínum að flugvellinum.

Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra

Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn.

Minnst átta látnir vegna felli­byls í Mexíkó

Minnst átta hafa látist svo vitað sé í fellibylnum Grace í austurhluta Mexíkó. Miklar hitabeltisrigningar og vindar hafa orðið til þess að víða er rafmagnslaust og flóð eru víða.

Ringul­reið við flug­völlinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist

Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið.

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.

Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meið­yrða­mál gegn Harry og Meg­han

Elísa­bet Eng­lands­drottning hefur skipað starfs­mönnum hallarinnar að hefja undir­búning á mála­ferlum við her­toga­hjónin af Sus­sex, þau Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le. Hún hefur fengið nóg af um­mælum þeirra um sig og konungs­fjöl­skylduna í við­tölum við fjöl­miðla vestan­hafs þar sem hjónin búa nú.

Dæmd fyrir haturs­glæp fyrir að keyra á tvö þel­dökk börn

Kona frá Iowa hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp. Konan gerðist sek um tilraun til manndráps gegn tveimur börnum af afrískum eða miðausturlenskum uppruna með því að keyra á þau viljandi. Konan hélt að börnin væru frá Mexíkó.

Slegist um hjálpar­gögn á Haítí

Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna.

Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli

Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum.

Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla

Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna.

Þúsundir freista þess að flýja Talibana

Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst.

Efast um þörfina á örvunarskömmtum

Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim.

Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída

Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði.

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum

Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins.

Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku

Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana

Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af.

Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð

Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum.

Nýsjálensk börn verði bólusett

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Íbúar Kabúl óttaslegnir

Þótt Talibanar hafi gefið út almenna sakaruppgjöf í Afganistan og skorað á fólk að halda til vinnu eru margir íbúar höfuðborgarinnar Kabúl óttaslegnir og halda sig heima.

Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að það sé vel hugsan­legt að banda­rískir her­menn verði lengur í Afgan­istan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Banda­ríkja­mönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum í Kabúl síðasta mánu­dag.

Sagði R. Kelly vera rándýr

Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Ghani kominn til furstadæmanna

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum staðfesta að Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sé staddur þar. Ghani flúði heimalandið um helgina þegar talibarnar nálguðust höfuðborgina Kabúl.

Herða tökin á netinu eftir mótmæli á Kúbu

Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur lagt fram nýjar og hertar reglur um samfélagsmiðla og internetið í kjölfar óvenjuáberandi mótmæla þar nýlega. Gagnrýnendur halda því fram að breytingunum sé ætla að þagga niður í andófsröddum.

Mannfall í mótmælum gegn talibönum

Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur.

Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum

Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji.

Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig

Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar.

Sjá næstu 50 fréttir