Fleiri fréttir

Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi

Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti.

Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk

Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag

Minnst átta dánir í kláf­ferju­slysi á Ítalíu

Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni.

Tuttugu mara­þon­hlauparar fórust í stormi

Tuttugu og einn maraþonhlaupari fórst eftir að hafa lent í stormi í norðvesturhluta Kína. Hlaupararnir voru að hlaupa hundrað kílómetra últramaraþon í Gulársteinaskóginum í Gansu-héraðinu í gær.

Þúsundir flýja eld­gos í Austur-Kongó

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt.

Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífs­mark

Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði.

Fyrstu smit ársins hafa greinst í Fær­eyjum

Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum og eru nú í einangrun. Þetta eru fyrstu staðfestu smitin þar í landi frá því að nýtt ár gekk í garð.

„Ekki kyssa eða knúsa fugla“

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina.

Fanga­verðir Ep­stein munu ekki sitja inni

Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá.

Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem

Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum.

Erfið enduruppbygging framundan á Gasa

Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu.

G7 ríkin ætla að hætta að fjármagna kolaorkuver

Erindrekar G7 ríkjanna hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr hækkun hitastigs á jörðinni vegna manngerðra veðurfarsbreytinga. Aðgerðirnar taka mið af því að hitastig hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu.

Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar

Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum.

Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó

Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun.

ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið

Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið.

Vopna­hlé hefur tekið gildi

Vopna­hlés­samningur milli Ísraels­manna og Hamas-sam­takanna tók gildi nú klukkan 23 á ís­lenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkis­stjórn Ísraels hefði á­kveðið að ganga að samningnum en ó­ljóst var hve­nær hann myndi taka gildi.

Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu

Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995.

Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King

Yfir­völd í Okla­homa í Banda­ríkjunum gerðu í dag rassíu á dýra­garði tígri­s­kóngsins Jeff Lowe sem Net­flix-heimilda­þættirnir vin­sælu Tiger King fjölluðu um. Sam­kvæmt til­kynningu yfir­valda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe.

Samþykkja vopna­hlé á Gasa

Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag.

QR-kóðar til að ferðast á milli landa

Evrópusambandsríki hafa komist að samkomulagi um hvers konar kórónuveirupassa þau ætla að nota til þess að opna fyrir ferðalög á milli sambandsríkja í sumar.

Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu

Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu.

Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu

Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum.

BBC biðst af­sökunar á um­deildu Díönu-við­tali frá 1995

Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag.

Leita þess sem lak myndbandi af stúlku falla milli lestar og lestarpalls

Forsvarsmenn lestarkerfis Írlands rannsaka nú hvernig myndband af atviki þar sem táningsstúlka féll milli lestar og lestarpallar í Dublin lak á netið. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um Írland og víðar en það sýnir hóp táningsdrengja veitast að stúlkum, hrækja á þær og ógna þeim, með áðurnefndum afleiðingum.

Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf

Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu.

Konur eigi rétt á bótum vegna PIP-brjóstapúðanna

Franskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að á þriðja þúsund kvenna sem fengu svonefnda PIP-brjóstapúða ættu að fá skaðabætur. Lögmaður íslenskra kvenna sem taka þátt í hópmálsókn vegna púðanna segir niðurstöðuna áfangasigur.

Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag

Benja­mín Netanja­hú, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við á­kalli Banda­ríkja­for­seta Joe Bidens um að draga veru­lega úr loft­á­rásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir sam­tal þeirra í dag að hann myndi gefa í á­rásirnar.

Repúblikanar í hár saman vegna um­deildrar endur­skoðunar

Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni.

Fundu málmgufur utan um halastjörnur

Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni.

Sjá næstu 50 fréttir