Fleiri fréttir

ESB opnar landamærin fyrir bólusettum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið þá ákvörðun að opna landamæri ríkjasambandsins fyrir ferðamönnum sem hafa verið bólusettir að fullu. Þessi ákvörðun var tekin í morgun en hefur ekki verið tilkynnt opinberlega þar sem ákvörðunin hefur ekki verið staðfest af erindrekum aðildarríkja ESB.

Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps

Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar.

Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi

Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun.

Ekkert útlit fyrir vopnahlé í bráð

Ekkert útlit er fyrir að vopnahlé náist í bráð milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasa. Það er þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting á að vopnahléi verði komið á. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að árásir Ísraelshers hafi komið verulega niður á starfsemi Hamas.

Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim

Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir.

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.

Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið

Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar.

Vilja hætta að merkja vín sín Rioja

Yfir fimm­tíu bask­neskir vín­fram­leið­endur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru ó­um­deilan­lega þau vin­sælustu sem koma frá Spáni en bask­nesku fram­leið­endurnir vilja nýja sér­bask­neska vín­merkingu.

Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví

Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina.

Á­ætla að fuglar heims séu um 50 milljarðar

Ástralskir vísindamenn áætla að fuglar heims séu nú um 50 milljarðar talsins, eða um sex sinnum fleiri en menn. Algengustu tegundirnar séu gráspörvar og evrópskir starrar.

Bogi Darwins á Galapagos er hruninn

Bogi Darwins, fræg bergmyndun undan strönd einnar Galapagoseyja, er hruninn. Umhverfisráðuneyti Ekvadors greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segir hann hafa hrunið vegna náttúrulegrar rofs.

Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út

Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað.

Danir sömdu um til­slakanir sem ná til nærri alls sam­fé­lagsins

Samkomulag hefur náðst á danska þinginu um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum í landinu frá og með komandi föstudegi. Afléttingarnar ná til landsins alls, og langflest svið dansks samfélags í einhverri mynd, ef frá eru taldir næturklúbbar og diskótek.

Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti.

Föngum gert að velja á milli af­töku­sveitar eða raf­magns­stóls

Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur.

Tekur upp mál sem gæti tak­markað rétt kvenna til þungunar­ofs

Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu.

Sendiherrafrú ber fyrir sig friðhelgi vegna löðrungs

Eiginkona belgíska sendiherrans í Suður-Kóreu ber fyrir sig friðhelgi erindreka erlendra ríkja til að komast undan ákæru eftir að hún sást greiða afgreiðslukonu í verslun kinnhest í Seúl. Starfsfólk verslunarinnar hafði grunað hana um hnupl.

Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní

Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram.

Hand­teknir eftir um tuttugu í­kveikjur í Eskil­s­tuna

Lögregla í Svíþjóð handtók í nótt þrjá menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um íkveikjur á um tuttugu mismunandi stöðum í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi. Sömuleiðis var ráðist á lögreglustöð í bænum.

Hefja fram­kvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given

Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum.

Gærdagurinn sá mannskæðasti til þessa

Leiðtogar Palestínumanna á Gasa-svæðinu segja að gærdagurinn hafi verið sá mannskæðasti til þessa eftir að Ísraelar hófu árásir á svæðið fyrir um viku. Fullyrt er að fjörutíu og tvö hafi látið lífið í árásum Ísraelshers, þar á meðal voru sextán konur og tíu börn.

Grunaður morðingi kaus Trump í nafni týndrar eigin­konu sinnar

Maður sem grunaður er um aðild að hvarfi og mögulegu morði eiginkonu sinnar greiddi atkvæði í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember í fyrra. Maðurinn, Barry Morphew, sagðist hafa viljað að Trump myndi vinna og hann vissi að eiginkona sín hefði kosið hann.

Sér ekki fram á að á­rásum linni

Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi.

Bólu­efni virki gegn ind­verska af­brigðinu

Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið.

McConaughey þreifar fyrir sér varðandi framboð

Leikarinn Matthew McConaughey hefur opinberlega rætt áhuga sinn á því að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra Texas á næsta ári. Undanfarið hefur McConaughey þó tekið vangaveltur sínar um framboð lengra og hringt í áhrifamikla aðila innan stjórnmálasenunnar í heimaríki sínu og þreifað fyrir sér varðandi mögulegan stuðning.

Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun.

Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár

Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur.

Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu

Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt.

Biden hringdi í leið­toga Ísraels og Palestínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt.

Líkum þeirra sem látast úr Covid varpað í ár

Lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19 hafa fundist í indverskum ám en allt að tvö þúsund lík hafa fundist í ám nærri héruðunum Uttar Pradesh og Bihar. Þetta kemur fram í minnisblaði yfirvalda á svæðinu sem Reuters hefur fengið staðfest, en þetta er í fyrsta sinn sem viðurkennt er að líkum þeirra sem hafa látist gæti viljandi verið komið fyrir í ám.

Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum

Joel Greenberg, fyrrverandi embættismaður í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, hefur játað að hafa greitt sautján ára stúlku peninga fyrir að stunda kynlíf með öðrum mönnum. Hann ætlar sömuleiðis að vinna með saksóknurum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir