Fleiri fréttir

Versta kreppa í níutíu ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega slæm áhrif á hagkerfi heimsins

Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna

Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington.

Rúm­lega 1,5 milljón hefur greinst með kórónu­veiruna

Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna.

Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið

Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ.

Lýsa yfir vopnahléi í Jemen

Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu.

Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala

Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur.

Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi

Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu.

Boris brattur á gjörgæslunni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans.

Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump

Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“

Bernie Sanders hættir framboði sínu

Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.

Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra

Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa.

ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi

Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 

Borgin Wu­han opnuð á ný

Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði.

Segir Bandaríkin íhuga að stöðva greiðslur til WHO

Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að frysta greiðslur sínar til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vegna þess sem forseti Bandaríkjanna telur vera „kínverska slagsíðu“ í starfsemi stofnunarinnar.

Yfir 10.000 látnir í Frakklandi

Fjöldi látinna vegna kórónuveirufaraldursins tók stökk í Frakklandi í dag þegar tilkynnt var um andlát 1417 sjúklinga.

Vill að Danmörk opni hraðar

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar.

WHO efins um grímuskyldu

Æ fleiri ríki og borgir skylda nú íbúa til að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er efins um ágæti þess.

731 létust á einum degi í New York

Gagnrýni á viðbrögð New York-ríkis við kórónuveirufaraldrinum hefur aukist eftir að metfjöldi lést á einum degi í ríkinu.

Johnson í stöðugu ástandi

Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið.

Parísarbúum bannað að skokka á daginn

Íbúum Parísar hefur verið meinað að stunda líkamsrækt utandyra á milli tíu og sjö á daginn. Þessar hertu reglur taka gildi á morgun en Frakkland er meðal þeirra landa í heiminum þar sem flestir hafa látið lífið vegna nýju kórónuveirunnar, eða 8,911.

Leið­togar senda Boris John­son góða strauma

Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19.

Sjá næstu 50 fréttir