Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 22:29 Linda Tripp ræðir hér við fjölmiðlafólk fyrir utan dómshús í Washington DC árið 1998, AP/Khue Bui Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020 Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020
Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira