Forseti rannsóknarráðs ESB hættir og gagnrýnir sambandið harðlega vegna viðbragða við kórónuveirunni Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 15:16 Mauro Ferrari, sem hefur stýrt ráðinu frá því í janúar sagðist hafa átt í deilum við leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB og sagðist hann sömuleiðis hafa misst trú sína á kerfinu. EPA/PATRICK SEEGER Forseti Evrópska rannsóknarráðsins hætti í stöðu sinni í gær. Á leið sinni út um dyrnar gagnrýndi hann Evrópusambandið harðlega fyrir viðbrögð þess vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Mauro Ferrari, sem hefur stýrt ráðinu frá því í janúar sagðist hafa átt í deilum við leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB og sagðist hann sömuleiðis hafa misst trú sína á kerfinu. Meðal þess sem Ferrari, sem er frá Ítalíu og Bandaríkjunum, gagnrýndi í yfirlýsingu sinni var alger skortur á samhæfingu heilbrigðisráðuneyta aðildarríkja ESB og skortur á fjárveitingum til vísindamanna vegna faraldursins. Hann gagnrýndi sömuleiðis einhliða ákvarðanatöku forsvarsmanna aðildarríkja varðandi lokanari landamæra og deilur varðandi efnahagsaðgerðir. Sjá einnig: Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Í tilkynningu til AP fréttaveitunnar segir Johannes Bahrke, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, að þeir 19 sem sitja í rannsóknarráðinu með Ferrari hafi þann 27. mars haldið atkvæðagreiðslu og verið sammála um að krefjast afsagnar hans. Bahrke segir einnig að ESB hafi gripið til einhverjar umfangsmestu aðgerðir heimsins gegn útbreiðslu kórónuveirunnar og rannsóknarráðið sjálft taki nú þátt í 50 rannsóknarverkefnum sem snúa að faraldrinum. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Christian Ehler, þýskur evrópuþingmaður, slær á svipaða strengi og Bahrke í samtali við Politico. Hann segir að Ferrari hafi viljað hverfa frá hefðbundnum starfsháttum rannsóknarráðsins með aðgerðum sem hann líkir við gluggaskraut. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Forseti Evrópska rannsóknarráðsins hætti í stöðu sinni í gær. Á leið sinni út um dyrnar gagnrýndi hann Evrópusambandið harðlega fyrir viðbrögð þess vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Mauro Ferrari, sem hefur stýrt ráðinu frá því í janúar sagðist hafa átt í deilum við leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB og sagðist hann sömuleiðis hafa misst trú sína á kerfinu. Meðal þess sem Ferrari, sem er frá Ítalíu og Bandaríkjunum, gagnrýndi í yfirlýsingu sinni var alger skortur á samhæfingu heilbrigðisráðuneyta aðildarríkja ESB og skortur á fjárveitingum til vísindamanna vegna faraldursins. Hann gagnrýndi sömuleiðis einhliða ákvarðanatöku forsvarsmanna aðildarríkja varðandi lokanari landamæra og deilur varðandi efnahagsaðgerðir. Sjá einnig: Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Í tilkynningu til AP fréttaveitunnar segir Johannes Bahrke, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, að þeir 19 sem sitja í rannsóknarráðinu með Ferrari hafi þann 27. mars haldið atkvæðagreiðslu og verið sammála um að krefjast afsagnar hans. Bahrke segir einnig að ESB hafi gripið til einhverjar umfangsmestu aðgerðir heimsins gegn útbreiðslu kórónuveirunnar og rannsóknarráðið sjálft taki nú þátt í 50 rannsóknarverkefnum sem snúa að faraldrinum. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Christian Ehler, þýskur evrópuþingmaður, slær á svipaða strengi og Bahrke í samtali við Politico. Hann segir að Ferrari hafi viljað hverfa frá hefðbundnum starfsháttum rannsóknarráðsins með aðgerðum sem hann líkir við gluggaskraut.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira