Fleiri fréttir

Leita leiða til að halda kjarnorkusamningnum við Íran í gildi
Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran

Lést á leið sinni að „töfrarútunni“
Nýgift hjón á ferðalagi um Alaska freistuðu þess að skoða yfirgefna rútu í óbyggðum Healy.

Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong
Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag.

Tólf skotnir og einn látinn eftir skotárás á útiviðburði í Brooklyn
Skotárásin átti sér stað í Brownsville hverfinu og telur lögregla að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar óþekktur byssumaður byrjaði að skjóta í átt að fólkinu.

Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu
Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna.

Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu
Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær.

Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“
Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans.

Breska ríkisstjórnin telur Brexit án samnings líklega niðurstöðu
Michael Gove vinnur að undirbúningi samningslauss Brexit, verði það niðurstaðan.

Meira en þúsund handteknir í Moskvu
Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi.

Þrír teknir af lífi í Barein eftir óréttlát réttarhöld
Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum.

Ung kona bjargaði eiginmanni sínum eftir að hann datt ofan í gíg eldfjalls
Ungur maður sem féll ofan í óvirkt eldfjall og var bjargað af eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra, liggur núna á spítala og er á batavegi.

800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu
Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar.

Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu
Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig.

Forsetaframbjóðandinn Tulsi Gabbard höfðar mál gegn Google
Framboðið sakar Google um að hafa brotið á tjáningarfrelsi hennar og krefst fimmtíu milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá fyrirtækinu, eða sem nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna.

19 ára bandarískur ferðamaður játaði á sig morðið á ítölskum lögreglumanni
Lögreglumaðurinn Mario Cerciello Rega var stunginn til bana í höfuðborginni snemma á föstudagsmorgun, einungis fáeinum vikum eftir brúðkaupsferð hans lauk.

Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt
Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér.

Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands
Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi.

Átta létust og 60 slösuðust í skjálftunum á Filippseyjum
Mannskæð skjálftahrina reið yfir Filippseyjar í nótt.

Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum
Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar.

Hæstiréttur heimilar Trump að nota ríkisfé í múrinn
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur greitt veginn fyrir uppbyggingu hins umdeilda múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill reisa á landamærum landsins

Sannfærði mannræningjann um að sleppa sér
Þríþrautarkappinn Nathalie Birli sá tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist þegar hún hrósaði honum fyrir blóm á heimili hans.

Gagnrýnir þjóðarleiðtoga fyrir aðgerðaleysi vegna stríðsglæpa
Meira en hundrað saklausir borgarar, þar á meðal 26 börn, hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers á síðustu tíu dögum.

Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky
Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag.

Skaðabætur vegna illgresiseyðisins Roundup stórlækkaðar
Bayer AG hafði verið dæmt til að greiða hjónum með krabbamein tvo milljarða dollara í bætur.

Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun
Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað.

Táningar ákærðir fyrir hatursglæp vegna árásar á par í strætó
Fjórir táningar á aldrinum 15 til 17 ára hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp í tengslum við líkamsárás á samkynhneigt par í strætisvagni í Lundúnum í maí síðastliðnum.

Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir
Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi.

Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs
Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar.

Vopnaðir menn dulbúnir sem lögregla sluppu með 750 kíló af gulli
Pallbíll mannanna var sömuleiðis dulbúinn sem lögreglubifreið á vegum brasilísku alríkislögreglunnar.

Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna
Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings telur alríkisstjórnina hafa brugðist í að gera ríkjum grein fyrir alvarleika árása á kosningarnar árið 2016.

Gekk berserksgang í hálfan sólarhring
Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróðir og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær.

Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson
Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt.

Áhyggjur af því að hitabylgjan geti valdið skaða á Notre Dame
Methitastig gæti leitt til þess að veggirnir þorni of fljótt og hefur hann áhyggjur af því að það geti losnað um steinhleðslur kirkjunnar. Slíkt gæti í versta falli leitt til þess að þakhvelfingin gefi sig.

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun.

Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð

Sextán landgönguliðar handteknir sakaðir um aðild að smygli á fólki
Minnst átta aðrir landgönguliðar eru einnig sagðir hafa verið yfirheyrðir vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintum eiturlyfjabrotum.

Hafna frumvörpum ætlað að tryggja öryggi kosninga þvert á viðvörun Mueller
Niðurstaðan er sögð vekja sérstaka athygli í ljósi þess að frumvörpunum var hafnað aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Robert Mueller, sem stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, varaði þingmenn við áframhaldandi tilraunum erlendra valdhafa til að hafa áhrif á framgöngu kosninga þar í landi.

Uppfinningamaður svifbrettis sveif hálfa leið yfir Ermarsundið
Zapata, sem þróaði sjálfur svifbrettið sem um ræðir, komst ómeiddur frá óhappinu og hyggst fara í aðra flugferð á næstu dögum. Hann vonaðist til að svífa 36 kílómetra, alla leið frá franska strandbænum Sangatte við norðurströnd Frakklands að Dover í suðaustur Englandi.

150 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu
Hið minnsta 150 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu dag þegar að bátur þeirra sökk skammt frá ströndum Líbíu.

Konan sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi
Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni.

Taka fanga aftur af lífi eftir áralangt hlé
Fimm fangar verða teknir í lífi í Bandaríkjunum í vetur eftir sextán ára hlé.

Sánchez hafnað í spænska þinginu
Möguleikinn á fjórðu þingkosningunum á jafnmörgum árum á Spáni fer vaxandi.

Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna
Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu.

Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum
Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda.

Hitamet slegið í París og hlýnar enn
Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir.