Fleiri fréttir

Indverski gúrúinn í tíu ára fangelsi

Mikill viðbúnaður er hjá öryggissveitum á Indlandi eftir að vinsæll gúrú var dæmdur í tíu ára fangelsi. Hátt í fjörutíu manns hafa látist í óeirðum fylgjenda hans.

Brexit-viðræður halda áfram í Brussel

Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta.

Merkel segist ekki sjá eftir neinu

Angela Merkel Þýskalandskanslari segist ekki sjá eftir ákvörðun sinni um að opna landamæri Þýskalands fyrir milljónum flóttamanna fyrir tveimur árum. Í viðtali við þýska dagblaðið Welt am Sonntag í gær hafnaði Merkel því að hafa gert mistök með ákvörðun sinni.

Trump heldur til Texas á þriðjudag

Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri.

Söguleg hamfaraflóð í Houston

Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli.

Fimm létu lífið í Ölpunum

Fimm fjallgöngumenn hröpuðu til bana í austurrísku ölpunum í morgun. Þá er annar alvarlega slasaður.

Menntaðir Evrópubúar flýja Bretland

Rúmlega helmingur einstaklinga með doktorsgráðu og tæplega helmingur þeirra sem eru með menntun á meistaragráðustigi hyggjast flytja eða eru alvarlega að íhuga það.

Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta

Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina.

Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte

Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta.

Meirihluti kjósenda óánægður með Macron

Meirihluti franskra kjósenda er óánægður með störf Emmanuel Macrons. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar franska markaðsfyrirtækisins Ifop sem birtist í dagblaðinu Le Journal du Dimanche.

Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey

Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm.

Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár

Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans.

Diplómat peð í valdatafli

Sænski diplómatinn Anders Kompass, sem vakti heims­athygli þegar hann lét vita af því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi í Mið-Afríkulýðveldinu, verður ekki sendiherra í Gvatemala.

Þrír valmöguleikar á kyni í kanadískum vegabréfum

Kanadísk yfirvöld hyggjast bæta við nýjum valmöguleika við hefðbundu kynin tvö í vegabréfum fyrir kanadíska ríkisborgara. Þau sem skilgreina sig hvorki sem karlkyns eða kvenkyns geta nú valið möguleikann X.

Sjá næstu 50 fréttir