Erlent

Odenberg býður sig fram til formanns

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 63 ára Mikael Odenberg gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á árunum 2006 til 2007.
Hinn 63 ára Mikael Odenberg gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á árunum 2006 til 2007. Vísir/AFP
Mikael Odenberg, fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur boðið sig fram til formanns innan sænska Hægriflokksins (Moderaterna). Frá þessi greindi Odenberg á Facebook í morgun.

Anna Kinberg Batra greindi frá því fyrir helgi að hún hugðist segja af sér formennsku í flokknum, en hún tók við stöðunni af Fredik Reinfeldt snemma árs 2015.

Sérstök nefnd mun nú leggjast yfir málið og tilnefna nýjan formann sem verður svo kosið um á auka landsfundi 8. október næstkomandi.

Odenberg segir það vera skyldu sína að bjóða sig fram til formanns, en að hann hafi enga hugmynd um hvort áhugi sé meðal nefndarinnar á framboði hans.

Hinn 63 ára Odenberg gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á árunum 2006 til 2007. Hann lét af þingmennsku sama ár eftir að hafa fyrst verið kjörinn árið 1991. Hann gegnir nú stjórnarformennsku hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Kinberg Batra eru Ulf Kristersson, fyrrverandi tryggingamálaráðherra, og þingkonan Elisabeth Svantesson sem var vinnumálaráðherra á árunum 2013 til 2014.


Tengdar fréttir

Formaður sænskra hægrimanna segir af sér

Anna Kinberg Barta, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Svíþjóð, hyggst segja af sér formennsku í flokknum. Hún greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×