Erlent

Meirihluti kjósenda óánægður með Macron

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Meirihluti franskra kjósenda er óánægður með störf Emmanuel Macrons Frakklandsforseta.
Meirihluti franskra kjósenda er óánægður með störf Emmanuel Macrons Frakklandsforseta. Nordicphotos/AFP
Meirihluti franskra kjósenda er óánægður með störf Emmanuel Macrons. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar franska markaðsfyrirtækisins Ifop sem birtist í dagblaðinu Le Journal du Dimanche.

Skoðanakönnunin þykir marka straumhvörf fyrir Macron sem vann yfirburðasigur í forsetakjörinu á vormánuðum en hann hlaut 66% atkvæða.

Í skoðanakönnuninni mældust 57% kjósenda óánægðir með forsetann en það er jafnframt fjórtán prósentustigum meira en í síðustu könnun sem var framkvæmd í júlí. 40% kjósenda voru ánægðir með forsetann en það hefur einnig minnkað um sömu fjórtán prósent síðan í júlí.

Álitsgjafar telja að franskir kjósendur séu óánægðir með endurbætur á vinnumarkaðslöggjöfinni, deilur við herinn og niðurskurð á framlögum til húsnæðismála að því er fram kemur í frétt Reuters.

Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands.Vísir/AFP
Sama skoðanakönnun sýnir einnig fram á vaxandi óánægju með forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, en 47% kjósenda voru ánægðir með hann sem er níu prósentustigum minna en í júlí, þegar síðast var mælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×