Erlent

Vatnið náði vistmönnum hjúkrunarheimilis upp fyrir mitti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gamla fólkinu hefur sem betur fer verið komið í öruggt skjól.
Gamla fólkinu hefur sem betur fer verið komið í öruggt skjól.
Vistmönnum á hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Dickinson, Texas hefur nú verið bjargað og komið í öruggt skjól. Mynd náðist af gamla fólkinu en hún hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

Í Texas hafa orðið lífshættuleg flóð sem hafa skapast vegna fellibylsins Harvey. Yfirborð vatnsins náði vistmönnum dvalarheimilisins La Bella Vita upp fyrir mitti. Gamla fólkið sýndi þó mikla biðlund og þolinmæði í erfiðum aðstæðum á meðan þau biðu eftir aðstoð. Margir þeirra sem dvelja á heimilinu eru í hjólastólum og háðir súrefniskútum.

Kim McIntosh, sem búsett er Flórídafylki, sagði í samtali við CNN að móðir sín, sem rekur hjúkrunarheimilið, hafi tekið myndina. Hún segir að um tíma hafi skapast hörmungarástand. Hún sagði að vistmenn dvalarheimilisins hefðu fengið fyrirskipun um að halda kyrru fyrir og að fylgja aðgerðaáætlun um náttúruhamfarir.

Ken Clark, embættismaður í Galveston-sýslu, segir að tekist hafi að bjarga öllum sem voru á hjúkrunarheimilinu en vistmenn voru um tuttugu til tuttugu og fimm talsins.

„Við erum búin að loka heilu hraðbrautunum og vegamótum,“ segir Clark sem bætir við að enn rigni. Hann sagði auk þess að sýslunni hefði borist fleiri en þúsund beiðnir um brottflutning og aðstoð.


Tengdar fréttir

Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár

Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans.

Söguleg hamfaraflóð í Houston

Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli.

Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey

Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm.

Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×