Erlent

Baðgestir flúðu óútskýrða mengunarþoku

Kjartan Kjartansson skrifar
Strendur við Birling Gap hafa verið opnar í dag eins og venjulega þrátt fyrir uppákomuna í gær.
Strendur við Birling Gap hafa verið opnar í dag eins og venjulega þrátt fyrir uppákomuna í gær. Vísir/AFP
Um 150 manns leituðu á sjúkrahús í Austur-Sussex á Bretlandi um helgina vegna þess sem talið er hafa verið spilliefnaleki sem lagðist yfir baðströnd í formi þoku.

Baðströndin við Birling Gap var rýmd í gær eftir að baðgestir fundu fyrir öndunarörðugleikum, kláða og köstuðu þeir upp eftir að dularfull þoka teygði sig yfir ströndina.

Lögreglan í Sussex rannsakar málið en ljóst er þokan kom frá hafi. Áður hafa spilliefnalekar frá verksmiðjum í Norður-Frakklandi náð yfir Ermarsundið til Englands en veðurlíkön benda þó til þess að afar ólíklegt sé að upptök mengunarinnar hafi verið þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Vitni segja að klórlykt hafi verið í loftinu. Slökkviliðið í Austur-Sussex segir hins vegar afskaplega ólíklegt að klór hafi verið þar á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×