Erlent

Pútín mættur á setningu HM í júdó í Ungverjalandi

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín og Marius Vizer, forseti Alþjóðajúdósambandsins.
Vladimír Pútín og Marius Vizer, forseti Alþjóðajúdósambandsins. Vísir/AFP
Vladimír Pútin Rússlandsforseti er mættur til Ungverjalands þar sem hann hyggst meðal annars funda með Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins.

Pútín nýtti þó einnig tækifærið og var viðstaddur setningu heimsmeistaramótsins í júdó sem þar fer fram. Frá þessu greinir talsmaður rússneskra stjórnvalda.

Pútín er sjálfur með svart belti í íþróttinni og heiðursforseti Alþjóðajúdósambandsins. Þá hefur hann gefið út bókina „Lærðu júdó með Vladimír Pútín“.

Forsetinn rússneski hefur sagst hafa mikinn áhuga á bardagaíþróttum og segist sérstaklega kunna að meta heimspekina og menninguna í kringum íþróttirnar, tengslin við mótherjann og reglurnar sem þar gilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×