Erlent

Indverski gúrúinn í tíu ára fangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Fylgjendur gúrúsins brugðust ókvæða við sakfellingu hans á föstudag.
Fylgjendur gúrúsins brugðust ókvæða við sakfellingu hans á föstudag. Vísir/AFP
Vinsæll gúrú á Indlandi sem var sakfelldur fyrir nauðgun á föstudag var dæmdur í tíu ára fangelsi í dag. Tugir manna féllu í fjölmennum mótmælum stuðningsmanna gúrúsins.

Gurmeet Ram Rahim Singh var sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum sem fylgdu honum að málum. Refsingin yfir honum var kveðin upp í Rohtak-fangelsinu þar sem honum er haldið í öryggisskyni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Útgöngubann hefur verið sett á í hlutum Haryana- og Punjab-ríkja og lögregla er í viðbragðsstöðu í höfuðborginni Delhi. Alls hafa 38 manns látist í uppþotunum eftir að Singh var sakfelldur á föstudag.

Indverski herinn er einnig í viðbragðsstöðu og lögreglumönnum hefur verið sagt að beita skotvopnum ef nokkuð bólar á óeirðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×