Erlent

Lögreglan í Rio við það að gefast upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá árinu 1995 hafa þrjú þúsund lögregluþjónar fallið í Rio.
Frá árinu 1995 hafa þrjú þúsund lögregluþjónar fallið í Rio. Vísir/AFP
Lögregluþjónar í Rio de Janeiro í Brasilíu eru við það að gefast upp. Hundrað lögregluþjónar hafa dáið það sem af er þessu ári og þá aðallega í átökum við stór glæpagengi. Meðlimur borgarráðs Rio segir ástandið í borginni vera verra en ef Íslamska ríkið réði þar ríkjum.

Fréttamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við lögregluþjóna í jarðarför á dögunum. Þeir segja meðlimi glæpagengja elta lögregluþjóna uppi og myrða þá. Frá árinu 1995 hafa þrjú þúsund lögregluþjónar fallið í borginni. Allt árið í fyrra dóu 146.



Samkvæmt opinberum tölum hafa meirihluti lögregluþjónanna sem dáið hafa á árinu verið myrtir utan starfs. Það er á heimilum sínum og í umferðinni á sínum einkabílum.

Einn yfirmaður í lögreglunni segir glæpamenn sem sleppt er úr fangelsum elta lögregluþjónana uppi í hefndarskyni. Þar að auki séu lögregluþjónar myrtir í hefðbundnum ránum.

Mannréttindasamtök eins og Amnesty International hafa um áraraðir sakað lögregluna í Rio um mannréttindabrot, að falsa sannanir og að jafnvel myrða sökudólga án dóms og laga. Þrátt fyrir það sögðu einhverjir lögregluþjónanna í jarðarförinni að dómskerfi Brasilíu veitti meintum glæpamönnum of mikil réttindi. Lögregluþjónarnir upplifa sig sem yfirgefna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×