Erlent

Þrjátíu látnir eftir að glysgúrúinn var dæmdur fyrir nauðganir

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Yfir 2500 stuðningmenn gúrúsins voru handteknir.
Yfir 2500 stuðningmenn gúrúsins voru handteknir. Vísir/AFP
Að minnsta kosti þrjatíu eru látnir og 250 slasaðir eftir að átök brutust á Norður-Indlandi. Hófust þau eftir að indverski gúrúinn Ram Rahim Singh, sem hefur einnig verið kallað „glysgúrúinn“, var sakfelldur fyrir tvær nauðganir. 

Ram er leiðtogi Dera Sacha Sauda safnaðarins en hann hefur leitt söfnuðinn í tæplega þrjá áratugi. Á hann sér milljónir fylgjenda út um allan heim.

Óeirðirnar brutust út á föstudag í bænum Panchkula á Norður- Indlandi. Rúmlega 200.000 stuðningsmenn hans söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið og þegar dómur var kveðinn upp brutust út miklar óeirðir. Yfir 2500 stuðningsmenn hans voru handteknir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×