Erlent

Annar maður handtekinn vegna árásar við Buckingham-höll

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásin átti sér stað fyrir utan Buckingham-höll á föstudagskvöld.
Árásin átti sér stað fyrir utan Buckingham-höll á föstudagskvöld. Vísir/AFP
Lögreglan í London hefur handtekið annan mann sem er grunaður um aðild að meintu hryðjuverk við Buckingham-höll á föstudagskvöld. Þá réðist maður vopnaður sverði á lögreglumenn og særði þrjá.

Maðurinn er þrítugur og er grunaður um aðild að hryðjuverki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var handtekinn í vesturhluta borgarinnar og fer húsleit nú fram þar.

Árásarmaðurinn ók upp á lögreglumönnum og réðist að þeim með sverðinu á föstudag. Hann er sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ ítrekað. Maðurinn er 26 ára gamall frá Luton og er einnig í haldi lögreglu.

Lögreglumennirnir eru sagðir hafa slasast lítillega.


Tengdar fréttir

Eggvopnið rúmlega metri að lengd

Maðurinn sem handtekinn var fyrir utan Buckingham-höll í Lundunúm í gærkvöldi var vopnaður "120 sentímetra löngu sverði,“ að sögn lögreglunnar þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×