Fleiri fréttir

Skaut leikfélaga sinn

Fjögurra ára gamall piltur skaut og drap sex ára gamlan leikfélaga sinn í Toms River í New Jersey í nótt.

Reyndi að stinga 14 til bana

Nemendur í Texas yfirbugðu nítján ára gamlan mann sem særði fjórtán manns í háskóla nálægt Houston í nótt.

Skera á síðustu tengsl við suðrið

Norður-Kóreumenn segjast hafa ákveðið að loka Kaesong-verksmiðjusvæðinu tímabundið og hyggjast kalla 53 þúsund starfsmenn úr vinnu þar.

Púðluhundur reyndist mörður á sterum

Argentískur maður keypti köttinn í sekknum á dögunum þegar hann hugðist næla sér í hreinræktaðan púðluhund á markaði í borginni Catamarca.

Margaret Thatcher er látin

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands er látin, 87 ár að aldri. Það er breska ríkisútvarpið sem hefur þetta eftir talsmanni hennar. Thatcher var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979 - 1990. Hún var fyrsta konan til að gegna þessu embætti á Bretlandi. Hún varð þingmaður árið 1959 og lét af þingmennsku 1992. Hún átti við heilsubrest að stríða síðustu æviár sín. Meryl Streep fór með hlutverk Thatchers í nýlegri mynd sem gerð var um ævi hennar.

Konungur Noregs yfirgaf höll sína þegar brunarvarnarkerfi fór í gang

Haraldur Noregskonungur og Sonja konan hans þurftu að yfirgefa konungshöllina í morgun þegar brunavarnarkerfið fór í gang. Allt starfsfólk konungshirðarinnar yfirgaf einnig höllina með konungshjónunum. Ola Krokan, varðstjóri hjá lögreglunni í Osló, segir að konungshjónin hafi þegar verið búin að yfirgefa höllina þegar slökkviliðið og lögregla komu á vettvang. Enginn eldur reyndist vera í húsinu, en kerfið fór í gang þegar vifta bilaði. Haraldur kóngur var á fundi með forseta Litháen þegar kerfið fór í gang.

WikiLeaks ætlar að birta ný leyniskjöl

Uppljóstrunarsamtökin WikiLeaks ætlar í dag að opinbera meira en 1,7 milljónir skjala úr utanríkisþjónustu- og leyniþjónustu Bandaríkjanna. Julian Assange, leiðtogi samtakanna. Skjölin eru frá áttunda áratug síðustu aldar og verða skjölin sett á vefsíðu WikiLeaks. Skjölin eru dagsett frá 1973 til 1975 og þar á meðal eru skjöl sem Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði undir höndum. Assange situr nú í stofufangelsi í sendiráði Ekvadórs í Lundúnum.

Þögn sló á Ísrael í tvær mínútur

Ísraelar af öllum stigum þjóðfélagsins lögðu niður vinnu í dag og minntust þeirra sex milljón gyðinga sem féllu fyrir hendi nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Harður árekstur í Hafnarfirði

Ökumaður bíls var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekstur tveggja bíla í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Tíu börn fórust í árás Nató

Tólf almennir borgarar, þar af tíu börn, létust í loftárás Nato í austurhluta Afganistan í nótt. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Falleg stund á íþróttavelli - fékk drauminn uppfylltan

Jack Hoffman er sjö ára gamall piltur frá Nebraska í Bandaríkjunum sem berst við krabbamein í heila. Hans helsti draumur hefur verið að fá að spila með amerískan fótboltaliðinu með liði borgarinnar sem hann býr í.

Geislavirkt vatn lak út úr kjarnorkuveri

Talið er að 120 tonn af geislavirku vatni hafi lekið úr Fukushima-kjarnorkuverinu á síðustu dögum. Vatnið, sem notað var til að kæla kjarnakljúfa versins, seitlaði ofan í jarðveginn úr vatnsgeymum.

Johnn Kerry til Tyrklands

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Þar mun hann funda með ráðamönnum um málefni Sýrlands og áætlun um frið í Austurlöndum nær.

Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, var í morgun útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa dvalið þar vegna þrálátrar sýkingar í lungum.

Svínakjöt í lasagna frá Ikea

Sænska húsgagnaverslunin Ikea hefur innkallað hátt í 18 þúsund frosna lasagna rétti eftir að svínakjöt fannst í þeim.

Spenntari fyrir Gangnam Style

Almenningur í Suður-Kóreu lætur ekki spennuna í samskiptum við nágrannana í norðri á sig fá, enda hafa þeir áður upplifað slíkar hótanir.

Risastórt verkefni NASA

Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar munu á næstu árum freista þess að snara nokkur hundruð tonna smástirni og draga í átt að jörðu. Markmiðið er að rýna í efnasamsetningu slíkra steina og um leið auðvelda mannkyni að verjast mögulegum loftsteinaárekstri í framtíðinni.

Hvað er "dogging"?

Mick Philpott, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í Englandi í gær fyrir að verða valdur að dauða sex barna sinna í íkveikju, tók reglulega þátt í afbrigðilegri kynlífsathöfn sem Bretinn kallar "dogging".

Sjá næstu 50 fréttir