Fleiri fréttir

Stjórnarskrá gerð í kappi við dómsvald

Egypska stjórnlagaþingið hraðaði atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá af ótta við að hæstiréttur landsins ógilti stjórnlagaþingið. Samþykkt að sjaría-lög verði áfram grundvöllur stjórnskipunar. Frumvarpið verður borið undir þjóðina í kosningum.

Cameron andvígur lagasetningu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fellst ekki á meginniðurstöðu rannsóknarnefndar Brians Leveson, sem leggur til að sett verði lög um eftirlit með fjölmiðlum í Bretlandi.

Ís og lífræn efni á Merkúr

Messenger, könnunarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar, hefur sent til jarðar upplýsingar um að finna megi ís í skyggðum gígum nærri norðurpól plánetunnar. Yfir ísnum sé þunnt og dökkt lag af lífrænum efnum sem hylur ísinn á köflum.

Rannsókn talin vera ómarktæk

Rannsókn franska vísindamannsins Gilles-Erics Séralini um skaðleg áhrif erfðabreyttra lífvera stenst ekki kröfur um vísindaleg vinnubrögð og er því ekki marktæk. Þetta segir Matvælastofnun Evrópu (EFSA) sem hefur skoðað rannsóknina ofan í kjölinn.

Stakk systur sína 100 sinnum

Réttarhöld hófust í gær í Lundi í Svíþjóð yfir sautján ára gömlum dreng sem er ákærður fyrir að myrða nítján ára gamla systur sína.

Norðurljósin sífellt vinsælli

Vetrarferðamennska fer vaxandi í Svíþjóð og nú er útlit fyrir að í fyrsta sinn verði ferðamenn yfir vetrartímann fleiri en yfir sumartímann, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

Fæðingartíðnin í Bandaríkjunum sú lægsta síðan 1920

Fæðingartíðni kvenna í Bandaríkjunum á síðasta ári hefur ekki verið lægri síðan árið 1920 þegar fyrst var farið að mæla hana þarlendis. Í fyrra var fæðingartíðnin aðeins rúmlega 63 börn á hverjar þúsund konur.

Strauss-Kahn samdi við herbergisþernuna í New York

Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur náð samkomulagi við herbergisþernuna í New York sem ákærði hann fyrir kynferðisbrot gegn sér á síðasta ári.

Áheyrnaraðild Palestínu samþykkt

Allherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í kvöld að veita Palestínu stöðu áheyrnarríkis með 138 atkvæðum gegn 9.

Ályktun um Palestínu til afgreiðslu

Ályktun um að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis hjá Sameinuðu Þjóðunum er nú til afgreiðslu og hér má sjá beina útsendingu frá atkvæðagreiðslu.

Lokað fyrir internetið í Sýrlandi

Sýrland er nú svo gott sem lokað frá umheiminum eftir að lokað var fyrir öll helstu fjarskiptakerfi landsins og aðgang að internetinu.

Continental sýknað

Franskur áfrýjunarréttur hefur sýknað bandaríska flugfélagið Continental af manndrápsákæru vegna Concorde-flugslyssins sem kostaði 113 manns lífið.

Myndbönd Pussy Riot verði fjarlægð

Samkvæmt úrskurði rússneskra dómstóla verður vefsíðum meinað að birta myndbönd hljómsveitarinnar Pussy Riot. Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hann felur í sér að aðgangur að myndböndunum verði takmarkaður á þeim grundvelli að meðlimir Pussy Riot séu öfgasinnar.

Fjöldapóstur leiddi til truflana á skólastarfi

Talsverðar truflanir urðu á skólastarfi í Háskólanum í New York á dögunum eftir að kerfisstjóri opnaði óvart fyrir skeytasendingar milli allra 40 þúsund nemenda skólans.

Morðóða barnfóstran lýsir yfir sakleysi

Barnfóstran Yoselyn Ortega, sem sökuð er um að hafa orðið tveimur börnum að bana í íbúð í Manhattan í október síðastliðnum, hefur lýst yfir sakleysi sínu.

Palestínumenn vongóðir um samþykki

Nokkuð öruggt þykir að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fallist á að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis þegar gengið verður til atkvæða um ályktun þess efnis í dag eða á morgun, enda hafa meira en tveir þriðju hlutar aðildarríkja SÞ þegar viðurkennt sjálfstæði Palestínu.

Kallaður hinn egypski Stjáni blái

Kraftlyftingakappinn Mústafa Ismaíl frá Egyptalandi stendur í ströngu um þessar mundir en hann bíður þess að heyra frá forsvarsmönnum heimsmetabókar Guinness hvort risavaxnir upphandleggir hans fáist viðurkenndir sem heimsmet.

Skipta landinu upp á milli sín

Vélhjólaglæpagengin Hells Angels og Bandidos vinna nú að því að skipta Danmörku upp í sitt hvort áhrifasvæðið. Þetta segir í frétt B.T. og er vísað til heimilda innan lögreglu og gengjanna.

Guðlast ekki lengur lögbrot í Hollandi

Guðlast verður ekki lengur refsivert í Hollandi en þarlend stjórnvöld ætla að nema lögggjöf um guðlast úr gildi. Þau telja lögin vera tímaskekkju á 21. öldinni.

Vill reisa 80 þúsund manna nýlendu á Mars

"Könnun er sjálft eðli Bandaríkjamanna og andi Bandaríkjanna kristallast í landkönnun." Þetta sagði auðkýfingurinn Elon Musk, stofnandi PayPal og SpaceX, í samtali við Bandaríska fjölmiðla á dögunum.

Hobbitaæði grípur um sig á Nýja Sjálandi

Algert Hobbitaæði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi en þar er búið að frumsýna nýjustu mynd Peters Jackson, sem fjallar um Hobbitann. Myndirnar, sem eru undanfari Hringadróttinssögu, verða alls þrjár talsins. Sú fyrsta þeirra var sýnd í Wellington bíóinu í morgun. Allar stjörnurnar sem leika í myndinni voru viðstaddar sýninguna og tugþúsundir áhorfenda söfnuðust saman fyrir framan kvikmyndahúsið. Mestu aðdáendurnir tjölduðu jafnvel fyrir utan húsið til þess að vera sem næst rauðadreglinum þegar stjörnurnar gengu á honum.

Afsagnar Morsi krafist í Kaíró

Fjölmenn mótmæli gegn Mohammed Morsi Egyptalandsforseta snerust upp í mótmæli gegn Bræðralagi múslíma, hreyfingunni sem Morsi er sprottinn úr.

Ekki lögbrot að loka á WikiLeaks

Stærstu kortafyrirtæki heims brutu ekki samkeppnislög Evrópusambandsins þegar þau lokuðu á greiðslugátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks.

Minecraft og Raspberry Pi í samstarf

Góðgerðarsamtökin Raspberry Pi Foundation, framleiðandi samnefndrar smátölvu, hafa tekið höndum saman við tölvuleikjafyrirtækið Mojang. Fyrirtækið er hvað frægast fyrir tölvuleikinn vinsæla Minecraft.

Vampíra á kreiki í Serbíu

Íbúar í litlu þorpi í vesturhluta Serbíu hafa hamstrað hvítlauk síðustu daga. Bæjarstjórn Zarozje-þorpsins gaf út tilkynningu á dögunum þess efnis að vampíra væri mögulega á kreiki á svæðinu.

Þrungið andrúmsloft í Egyptalandi

Víða hefur verið mótmælt í Egyptalandi í dag. Stjórnarandstæðingar hafa safnast saman á Frelsistorginu og víðar í höfuðborginni Kaíró.

Sjá næstu 50 fréttir