Fleiri fréttir

Lík Yasser Arafats krufið í dag

Lík Yasser Arafats fyrrum leiðtoga Palestínumanna verður krufið í dag. Grunsemdir eru upp um að Arafat hafi verið byrlað hið geislavirka efni pólon og hann hafi látist af þeirri eitrun.

Leikari í Two and a Half Men segir þáttinn vera óþverra

Mikið uppnám ríkir nú meðal aðstandenda sjónvarpsþáttanna Two and a Half Men eftir að einn af leikurunum í þáttunum sagði opinberlega að þeir væru óþverri og hvatti sjónvarpsáhorfendur til að sniðganga þá.

Munu dvelja í eitt ár í ISS

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst brjóta blað í sögu geimvísindanna árið 2015 en þá munu tveir geimfarar hefja tólf mánaða dvöl sína í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS.

Matador slær aftur í gegn

Um helmingur dönsku þjóðarinnar situr límdur við skjáinn þegar þættirnir eru endursýndir.

Aukin streita fylgir mörgum vinum

Stór og fjölbreyttur hópur vina á samskiptamiðlinum Facebook getur leitt til líkamlegrar og andlegrar þreytu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af sérfræðingum við viðskiptaháskólann í Edinborg.

Heilinn rotnar af reykingum

Reykingar valda því að minnið skemmist og hæfileikinn til þess að læra og rökleiða minnkar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í King´s College háskólanum í Lundúnum. Það má því segja að heilinn rotni af reykingum. Rannsóknin náði til 8800 manns, sem allir eru eldri en 50. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu Age and Agening, benda til þess að ofþyngd og hár blóðþrýstingur hafi líka slæm áhrif á heilann en ekki eins slæm og reykingar. Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að fólk verði að gera sér grein fyrir því að lífstíll þeirra geti haft áhrif á heilann, alveg eins og hann getur haft áhrif á líkamann.

Mikill skortur á leikskólakennurum í Malmö

Mikill skortur er á leikskólakennurum í Malmö í Svíþjóð og ætla borgaryfirvöld þar að reyna að lokka til sín leikskólakennara frá Kaupmannahöfn til að fylla í lausar stöður.

Dallas heldur áfram - JR verður skrifaður út úr þáttunum

Dallas-sjónvarpsþættirnir halda áfram göngu sinni þrátt fyrir að Larry Hagman sé látinn en hann lék eina aðalsögupersónuna, JR Ewing. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum en til stendur að frumsýna nýja seríu í lok janúar á næsta ári. Framleiðendur þáttanna segja að þó þurfi að gera breytingar á handritinu og skrifa inn andlát JR. Hagman lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í lifur.

Vinningshafinn fær 54 milljarða í vinning

Yfirmenn í Kraftbolta-happadrættisins í Iowa-ríki í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að enginn hefði verið með allar tölurnar réttar þegar dregið var út á dögunum. Það þýðir í næsta drætti verða 425 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 54 milljarðar íslenskra króna, í vinning. Það er hæsta upphæð í sögu happadrættisins. Árið 2006 vann starfsmaður í matvöruverksmiðju 365 milljónir bandaríkjadala. Ekki að það skipti máli fyrir okkur hérna á Íslandi, en þá voru tölurnar í gær 22 - 32 - 37 - 44 - 55 og bónustalan, eða kraftboltinn, var 34.

Vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Stuðningsmönnum þess að sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á Spáni verði sjálfstætt og skilið frá Spáni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, en þjóðernissinnar í Katalóníu vilja halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um málið.

Mannskæður eldsvoði í verksmiðju

Yfir hundrað létust í eldsvoða sem braust út í fataverksmiðju í höfuðborg Bangladesh, Dhaka, seint í gærkvöldi. Verksmiðjan er á mörgum hæðum í úthverfi höfuðborgarinnar.

Gangnam Style vinsælasta lagið á YouTube frá upphafi

Myndbandið við lagið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum Psy er vinsælasta myndbandið í sögu Youtube.com. Búið er að horfa á myndbandið yfir 805 milljón sinnum. Þetta er ótrúlegur árangur því myndbandið var sett inn á síðuna í júlí á þessu ári. Fyrir átti söngvarinn Justin Bieber vinsælasta myndbandið við lagið Baby.

Hector "Macho" látinn

Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleik, Hector "Macho" Camacho, lést í morgun eftir að læknar tóku öndunarvél, sem hann var tengdur við, úr sambandi. Boxarinn var skotinn í höfuðið í síðasta mánuði og var úrskurðaður heiladauður í kjölfarið.

Notuðu táragas gegn 10 þúsund mótmælendum

Til óeirða kom í Bangkok höfuðborg Tælands í nótt þegar um tíu þúsund mótmælendur komu saman og kröfðust afsagnar forsætisráðherrans, Yingluck Shinawatra.

Dallas-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Larry Hagman lést í gær 81 árs að aldri en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið JR Ewing í bandarísku sjónvarpsþáttunum Dallas. Þættirnir, sem eru með þeim vinsælustu sem hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðinni CBS í Bandaríkjunum, voru sýndir hér á landi á sínum tíma. Banamein Hagmans var krabbamein.

Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans

Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans.

Skildu eftir sig drit í tonnavís

Ólokaður turngluggi í Þrenningarkirkjunni í Gävle í Svíþjóð reyndist heimboð fyrir dúfur í þúsundavís. Aðkoman þegar hreingerningarfólk kom þar upp fyrir skemmstu, um 30 til 40 árum síðar, var því ófögur.

Reykjavík verður kvikmynd um sigur mannsandans

Kvikmyndin Reykjavík verður um sigur mannsandans að sögn Mike Newell, sem mun leikstýra þessari stórmynd sem draumasmiðjan ætlar að gera um leiðtogafundinn heimsfræga sem átti sér stað hér á landi árið 1986.

Nýr faraó í Egyptalandi

Nokkrar skrifstofur Bræðralags múslima í Egyptalandi urðu eldi að bráð í fjölmennum mótmælum í dag. Boðað var til mótmæla eftir föstudagsbænir.

Meðlimur Pussy Riot fluttur í einangrun

Hin rússneska María Aljókhína, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum í kirkju í Moskvu í febrúar á þessu ári, situr nú í einangrun.

Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó

Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag.

Breivik má hafa kúlupenna

Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði í samtali við Verdens Gang.

Mauramaðurinn rústaði heimilinu

Hjón, búsett nærri Köln í Þýskalandi, eru orðin heimilislaus eftir að þau kölluðu til meindýraeyði vegna vandamáls með maura í húsinu. Hjónin byggðu húsið sitt fyrir tveimur árum síðan, en sífelldur ágangur maura innandyra fór í taugarnar á þeim.

Sjá næstu 50 fréttir