Fleiri fréttir Facebook bregst við tilmælum Persónuverndar Stjórnendur Facebook-samskiptavefsins hafa ákveðið að slökkva á tæki á síðunni sem ber kennsl á andlit á ljósmyndum á síðunni til að auðvelda fólki að merkja þær. Breska ríkisútvarpið,BBC fjallar um málið og segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir að Persónuvernd Írlands sendi samskiptavefnum tilmæli í fyrra. Breytingarnar munu ganga í gegn 15. október í Evrópu. 22.9.2012 10:07 Földu barnið í bílskúrnum Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér. 22.9.2012 00:15 Vilja ekki láta vígasveitir ráða Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austanverðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í landinu í síðustu viku. 22.9.2012 03:00 Fengu allt að átján ára dóm Dómstóll í Tyrklandi hefur sakfellt 330 fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að hafa reynt að steypa ríkisstjórn landsins árið 2003. 22.9.2012 03:00 Kostuðu nærri tuttugu lífið Að minnsta kosti sautján létu lífið og tugir særðust þegar til átaka kom í Pakistan milli mótmælenda og lögreglu. 22.9.2012 02:00 Vildi láta tígrísdýr drepa sig Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi með því að klifra yfir girðingu í dýragarðinum í Bronx og ganga í átt að hópi tígrisdýra sem þar var á vappi. 21.9.2012 22:39 Gíslataka í Bandaríkjunum Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af. 21.9.2012 14:54 Rússar taka upp sumar- og vetrartíma að nýju Reiknað er með að stjórnvöld í Rússlandi muni aftur breyta klukku sinni, það er hverfa að nýju til sumar- og vetrartíma í landinu. 21.9.2012 06:47 Stokkað upp í norsku ríkisstjórninni í dag Flestir fjölmiðlar í Noregi greina frá því í dag að Jens Stoltenberg forsætisráðherra landsins muni gera verulegar breytingar á ráðherraliði sínu. 21.9.2012 06:17 Kínverjar vilja kaupa vopn Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, óskar eftir því að Evrópusambandið aflétti vopnasölubanni til Kína. Hann lagði nokkra áherslu á þetta á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel í gær. 21.9.2012 00:15 Sótt að forsætisráðherra Japans úr eigin flokki Yoshihiko Noda forsætisráðherra Japans glímir við uppreisn í eigin flokki en alls hafa þrír fyrrverandi ráðherrar lýst yfir framboði gegn honum í embætti flokksformanns Lýðræðisflokksins á komandi flokksþingi. 21.9.2012 06:32 Skora á Rússa að láta Pussy Riot lausa úr haldi Danmerkurdeild Amnesty International hefur skorað á stjórnvöld í Rússlandi að láta stúlkurnar í pönksveitinni Pussy Riot lausar úr haldi. 21.9.2012 06:30 Obama heldur forskoti sínu á Romney Barack Obama Bandaríkjaforseti heldur fimm prósentustiga forskoti sínu á Mitt Romney meðal skráðra kjósenda í baráttu þeirra um forsetaembættið. 21.9.2012 06:28 Vilja ekki útlenskar búðir Indverjar efndu til allsherjarverkfalls í gær til að mótmæla tveimur ákvörðunum stjórnvalda. 21.9.2012 04:00 Refsiaðgerðir farnar að bíta Mikil sprenging varð á bensínstöð í borginni Ain Issa í norðanverðu Sýrlandi í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið og tugir særðra manna voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. 21.9.2012 03:00 Málað yfir krot í skjóli myrkurs Hópur borgarstarfsmanna í Kaíró hófst handa í skjóli myrkurs við að mála yfir sögufrægt veggjakrot, sem einkenndi mótmælin á Tahrir-torgi í byrjun síðasta árs. 21.9.2012 02:00 Fékk popp-lunga og 900 milljónir Bandaríkjamaðurinn og átvaglið Wayne Watson er sólginn í poppkorn. Svo hrifinn er hann af örbylgjupoppinu að hann hámaði í sig tvo pakka á dag, í tíu ár. Það jafngildir um það bil 7.300 skömmtum af poppkorni, það er ef Wayne fékk sér popp á tyllidögum, sem hann vafalaust gerði. 20.9.2012 23:15 Skólapiltar frumsýna The Hobbit á YouTube Nemendur við Tower House skólann í Bretlandi hafa skotið leikstjóranum Peter Jackson ref fyrir rass og framleitt sína eigin kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. 20.9.2012 22:30 Skipstjóri Titanic hafði fallið á skipstjórnarprófi Edward John Smith, skipstjórinn á Titanic, féll á fyrsta skipstjórnarprófinu sem hann tók, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í dag og Daily Telegraph greinir frá. Hann reyndi síðan aftur við prófið og hlaut meistarapróf í febrúar 1888. Sem kunnugt er sökk Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912 eftir að skipið rakst á ísjaka. 20.9.2012 16:13 Stríð hafið að nýju á milli Hells Angels og Bandidos í Danmörku Allar líkur eru á að stríð sé hafið að nýju milli glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos í Danmörku. Lögreglan hefur brugðist við með umfangsmikilli aðgerð gegn þessum gengjum. 20.9.2012 09:43 Yfir 100 meðlimir Hells Angels og Bandidos handteknir Yfir 100 meðlimir glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos í Danmörku voru handteknir í gærdag þegar danska lögreglan efndi til viðamikillar aðgerðar gegn gengjunum og réðist inn í öll klúbbhús þeirra á Sjálandi. 20.9.2012 06:52 Vara við galla í öryggiskerfi Internet Explorer Tölvuöryggisfyrirtæki í Danmörku og Þýskalandi hafa hvatt almenning í þessum löndum til að hætta að nota Internet Explorer vafrann frá Microsoft tímabundið vegna galla í öryggisvörnum vafrans. 20.9.2012 06:35 Breska konungsfjölskyldan íhugar málsókn gegn Se og Hör Breska konungsfjölskyldan er að íhuga málsókn gegn danska slúðurblaðinu Se og Hör. 20.9.2012 06:26 Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb. 20.9.2012 03:00 Um tuttugu sendiráðum lokað á morgun Birting nýrra skopmynda af Múhameð spámanni í franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur aukið enn á þá spennu sem verið hefur út af ögrandi myndbandi sem gert var í Bandaríkjunum. 20.9.2012 00:15 Wen Jiabao á sínum síðasta alþjóðlega toppfundi Wen Jiabao forsætisráðherra Kína mun taka þátt í toppfundi Evrópusambandsins og Kína sem hefst í dag. Þetta verður síðasti alþjóðlegi fundurinn sem Jiabao situr en hann mun láta af störfum sem forsætisráðherra síðar í ár þegar boðuð valdaskipti í kínverska kommúnistaflokknum fara fram. 20.9.2012 06:48 Ætla að tvöfalda stærðina Sænska húsgagnaverslunin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári. 20.9.2012 02:00 Var Jesús kvæntur? Svo virðist sem að Jesús hafi átt eiginkonu. Karen King, guðfræðiprófessor við Harvard, kynnti í vikunni aldagamalt papýrusbrot þar sem vísað er til konu frelsarans. 19.9.2012 23:00 Árásirnar bitna helst á almennum borgurum Almennir borgarar, þar á meðal mörg börn, eru helstu fórnarlömb árása hersins í Sýrlandi. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Amnesty International. 19.9.2012 15:53 Hjálparstofnun Bandaríkjanna lokar í Rússlandi Hjálpar- og þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID, mun ekki starfa framvegis í Rússlandi eftir að yfirvöld landsins fóru fram á að hún hætti starfsemi sinni. Þetta var tilkynnt í dag og kemur fram 19.9.2012 14:01 Útför Sigrid fór fram í morgun Útför hinnar sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne var gerð frá Oppsal kirkju í Osló í dag. Það var Sturla J. Stålsett sem sá um athöfnina. Þegar norska blaðið Aftenposten talaði við Stålsett sagðist hann búast við því að útförin yrði falleg með ljúfri tónlist og allir myndu minnast þess hvaða þýðingu Sigríd hefði haft fyrir líf fjölskyldu sinnar og vina. 19.9.2012 11:04 Þungavigtarmenn meðal Repúblikana æfir út í Romney Þungavigtarmenn í Repúblikanaflokknum eru æfir af reiði út í Mitt Romney. Reiðin er vegna þess að þessum forsetaframbjóðenda þeirra tókst í einni og sömu ræðunni að móðga nær helming bandarísku þjóðarinnar, flest fólk af latneskum uppruna í Bandaríkjunum og Palestínumenn. 19.9.2012 08:17 Slúðurtímaritið Se og Hör birtir nektarmyndirnar af Kate Danska slúðurtímaritið Se og Hör hefur ákveðið að birta nektarmyndirnar af Kate Middleton hertogaynjunni af Cambridge. 19.9.2012 07:28 Fíkniefnasalinn Brjálaði Barrera handtekinn í Venesúela Einn alræmdasti fíkniefnasali Kólombíu hefur verið handtekinn í Venesúela. Um er að ræða Daniel Barrera eða Brjálaða Berrera eins og hann er kallaður en hann hafði lengi verið efstur á lista lögreglunnar í Kólombíu yfir eftirlýsta glæpamenn. 19.9.2012 06:44 Sænskir skurðlæknar græddu leg í tvær konur Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. 19.9.2012 06:37 Fundu sögulegan silfurfjársjóð frá járnöldinni í Danmörku Hróarskeldusafn hefur greint frá sögulegum fjársjóði frá járnöldinni sem fannst í sveitarhéraði rétt fyrir utan Hróarskeldu. 19.9.2012 06:20 Banna myndir af hertogaynju Dómstóll í Frakklandi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate hertogaynju af Cambridge berbrjósta. 19.9.2012 00:15 Felldu tillögu um að lögleiða hjónaband samkynhneigðra Fulltrúadeild Ástralíuþings felldi í morgun tillögu um að lögleiða hjónaband samkynhneigðs fólks. 19.9.2012 07:49 Varaforseti Kína sést aftur opinberlega Xi Jinping varaforseti Kína hitti Leon Panetta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gærdag en það var í fyrsta sinn í tvær vikur sem að Jinping sést opinberlega í Kína. 19.9.2012 06:50 Sprengingin í gasvinnslu kostaði 26 manns lífið Sprenging og eldsvoði sem fylgdi í kjölfarið í gasvinnslu í Mexíkó kostaði 26 manns lífið í gær. 19.9.2012 06:48 Obama gagnrýnir Romney fyrir ummælin um bótaþega Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt Mitt Romney fyrir þau ummæli að nær helmingur bandarísku þjóðarinnar séu bótaþegar á framfæri hins opinbera sem greiði ekki tekjuskatta. 19.9.2012 06:40 NATO-liðar minna á ferð Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 hermaður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða. 19.9.2012 04:00 Hóta árásum á Bandaríkin Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. 19.9.2012 03:00 Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. 19.9.2012 03:00 Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. 19.9.2012 02:00 Sjá næstu 50 fréttir
Facebook bregst við tilmælum Persónuverndar Stjórnendur Facebook-samskiptavefsins hafa ákveðið að slökkva á tæki á síðunni sem ber kennsl á andlit á ljósmyndum á síðunni til að auðvelda fólki að merkja þær. Breska ríkisútvarpið,BBC fjallar um málið og segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir að Persónuvernd Írlands sendi samskiptavefnum tilmæli í fyrra. Breytingarnar munu ganga í gegn 15. október í Evrópu. 22.9.2012 10:07
Földu barnið í bílskúrnum Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér. 22.9.2012 00:15
Vilja ekki láta vígasveitir ráða Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austanverðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í landinu í síðustu viku. 22.9.2012 03:00
Fengu allt að átján ára dóm Dómstóll í Tyrklandi hefur sakfellt 330 fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að hafa reynt að steypa ríkisstjórn landsins árið 2003. 22.9.2012 03:00
Kostuðu nærri tuttugu lífið Að minnsta kosti sautján létu lífið og tugir særðust þegar til átaka kom í Pakistan milli mótmælenda og lögreglu. 22.9.2012 02:00
Vildi láta tígrísdýr drepa sig Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi með því að klifra yfir girðingu í dýragarðinum í Bronx og ganga í átt að hópi tígrisdýra sem þar var á vappi. 21.9.2012 22:39
Gíslataka í Bandaríkjunum Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af. 21.9.2012 14:54
Rússar taka upp sumar- og vetrartíma að nýju Reiknað er með að stjórnvöld í Rússlandi muni aftur breyta klukku sinni, það er hverfa að nýju til sumar- og vetrartíma í landinu. 21.9.2012 06:47
Stokkað upp í norsku ríkisstjórninni í dag Flestir fjölmiðlar í Noregi greina frá því í dag að Jens Stoltenberg forsætisráðherra landsins muni gera verulegar breytingar á ráðherraliði sínu. 21.9.2012 06:17
Kínverjar vilja kaupa vopn Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, óskar eftir því að Evrópusambandið aflétti vopnasölubanni til Kína. Hann lagði nokkra áherslu á þetta á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel í gær. 21.9.2012 00:15
Sótt að forsætisráðherra Japans úr eigin flokki Yoshihiko Noda forsætisráðherra Japans glímir við uppreisn í eigin flokki en alls hafa þrír fyrrverandi ráðherrar lýst yfir framboði gegn honum í embætti flokksformanns Lýðræðisflokksins á komandi flokksþingi. 21.9.2012 06:32
Skora á Rússa að láta Pussy Riot lausa úr haldi Danmerkurdeild Amnesty International hefur skorað á stjórnvöld í Rússlandi að láta stúlkurnar í pönksveitinni Pussy Riot lausar úr haldi. 21.9.2012 06:30
Obama heldur forskoti sínu á Romney Barack Obama Bandaríkjaforseti heldur fimm prósentustiga forskoti sínu á Mitt Romney meðal skráðra kjósenda í baráttu þeirra um forsetaembættið. 21.9.2012 06:28
Vilja ekki útlenskar búðir Indverjar efndu til allsherjarverkfalls í gær til að mótmæla tveimur ákvörðunum stjórnvalda. 21.9.2012 04:00
Refsiaðgerðir farnar að bíta Mikil sprenging varð á bensínstöð í borginni Ain Issa í norðanverðu Sýrlandi í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið og tugir særðra manna voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. 21.9.2012 03:00
Málað yfir krot í skjóli myrkurs Hópur borgarstarfsmanna í Kaíró hófst handa í skjóli myrkurs við að mála yfir sögufrægt veggjakrot, sem einkenndi mótmælin á Tahrir-torgi í byrjun síðasta árs. 21.9.2012 02:00
Fékk popp-lunga og 900 milljónir Bandaríkjamaðurinn og átvaglið Wayne Watson er sólginn í poppkorn. Svo hrifinn er hann af örbylgjupoppinu að hann hámaði í sig tvo pakka á dag, í tíu ár. Það jafngildir um það bil 7.300 skömmtum af poppkorni, það er ef Wayne fékk sér popp á tyllidögum, sem hann vafalaust gerði. 20.9.2012 23:15
Skólapiltar frumsýna The Hobbit á YouTube Nemendur við Tower House skólann í Bretlandi hafa skotið leikstjóranum Peter Jackson ref fyrir rass og framleitt sína eigin kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. 20.9.2012 22:30
Skipstjóri Titanic hafði fallið á skipstjórnarprófi Edward John Smith, skipstjórinn á Titanic, féll á fyrsta skipstjórnarprófinu sem hann tók, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í dag og Daily Telegraph greinir frá. Hann reyndi síðan aftur við prófið og hlaut meistarapróf í febrúar 1888. Sem kunnugt er sökk Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912 eftir að skipið rakst á ísjaka. 20.9.2012 16:13
Stríð hafið að nýju á milli Hells Angels og Bandidos í Danmörku Allar líkur eru á að stríð sé hafið að nýju milli glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos í Danmörku. Lögreglan hefur brugðist við með umfangsmikilli aðgerð gegn þessum gengjum. 20.9.2012 09:43
Yfir 100 meðlimir Hells Angels og Bandidos handteknir Yfir 100 meðlimir glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos í Danmörku voru handteknir í gærdag þegar danska lögreglan efndi til viðamikillar aðgerðar gegn gengjunum og réðist inn í öll klúbbhús þeirra á Sjálandi. 20.9.2012 06:52
Vara við galla í öryggiskerfi Internet Explorer Tölvuöryggisfyrirtæki í Danmörku og Þýskalandi hafa hvatt almenning í þessum löndum til að hætta að nota Internet Explorer vafrann frá Microsoft tímabundið vegna galla í öryggisvörnum vafrans. 20.9.2012 06:35
Breska konungsfjölskyldan íhugar málsókn gegn Se og Hör Breska konungsfjölskyldan er að íhuga málsókn gegn danska slúðurblaðinu Se og Hör. 20.9.2012 06:26
Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb. 20.9.2012 03:00
Um tuttugu sendiráðum lokað á morgun Birting nýrra skopmynda af Múhameð spámanni í franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur aukið enn á þá spennu sem verið hefur út af ögrandi myndbandi sem gert var í Bandaríkjunum. 20.9.2012 00:15
Wen Jiabao á sínum síðasta alþjóðlega toppfundi Wen Jiabao forsætisráðherra Kína mun taka þátt í toppfundi Evrópusambandsins og Kína sem hefst í dag. Þetta verður síðasti alþjóðlegi fundurinn sem Jiabao situr en hann mun láta af störfum sem forsætisráðherra síðar í ár þegar boðuð valdaskipti í kínverska kommúnistaflokknum fara fram. 20.9.2012 06:48
Ætla að tvöfalda stærðina Sænska húsgagnaverslunin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári. 20.9.2012 02:00
Var Jesús kvæntur? Svo virðist sem að Jesús hafi átt eiginkonu. Karen King, guðfræðiprófessor við Harvard, kynnti í vikunni aldagamalt papýrusbrot þar sem vísað er til konu frelsarans. 19.9.2012 23:00
Árásirnar bitna helst á almennum borgurum Almennir borgarar, þar á meðal mörg börn, eru helstu fórnarlömb árása hersins í Sýrlandi. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Amnesty International. 19.9.2012 15:53
Hjálparstofnun Bandaríkjanna lokar í Rússlandi Hjálpar- og þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID, mun ekki starfa framvegis í Rússlandi eftir að yfirvöld landsins fóru fram á að hún hætti starfsemi sinni. Þetta var tilkynnt í dag og kemur fram 19.9.2012 14:01
Útför Sigrid fór fram í morgun Útför hinnar sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne var gerð frá Oppsal kirkju í Osló í dag. Það var Sturla J. Stålsett sem sá um athöfnina. Þegar norska blaðið Aftenposten talaði við Stålsett sagðist hann búast við því að útförin yrði falleg með ljúfri tónlist og allir myndu minnast þess hvaða þýðingu Sigríd hefði haft fyrir líf fjölskyldu sinnar og vina. 19.9.2012 11:04
Þungavigtarmenn meðal Repúblikana æfir út í Romney Þungavigtarmenn í Repúblikanaflokknum eru æfir af reiði út í Mitt Romney. Reiðin er vegna þess að þessum forsetaframbjóðenda þeirra tókst í einni og sömu ræðunni að móðga nær helming bandarísku þjóðarinnar, flest fólk af latneskum uppruna í Bandaríkjunum og Palestínumenn. 19.9.2012 08:17
Slúðurtímaritið Se og Hör birtir nektarmyndirnar af Kate Danska slúðurtímaritið Se og Hör hefur ákveðið að birta nektarmyndirnar af Kate Middleton hertogaynjunni af Cambridge. 19.9.2012 07:28
Fíkniefnasalinn Brjálaði Barrera handtekinn í Venesúela Einn alræmdasti fíkniefnasali Kólombíu hefur verið handtekinn í Venesúela. Um er að ræða Daniel Barrera eða Brjálaða Berrera eins og hann er kallaður en hann hafði lengi verið efstur á lista lögreglunnar í Kólombíu yfir eftirlýsta glæpamenn. 19.9.2012 06:44
Sænskir skurðlæknar græddu leg í tvær konur Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. 19.9.2012 06:37
Fundu sögulegan silfurfjársjóð frá járnöldinni í Danmörku Hróarskeldusafn hefur greint frá sögulegum fjársjóði frá járnöldinni sem fannst í sveitarhéraði rétt fyrir utan Hróarskeldu. 19.9.2012 06:20
Banna myndir af hertogaynju Dómstóll í Frakklandi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate hertogaynju af Cambridge berbrjósta. 19.9.2012 00:15
Felldu tillögu um að lögleiða hjónaband samkynhneigðra Fulltrúadeild Ástralíuþings felldi í morgun tillögu um að lögleiða hjónaband samkynhneigðs fólks. 19.9.2012 07:49
Varaforseti Kína sést aftur opinberlega Xi Jinping varaforseti Kína hitti Leon Panetta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gærdag en það var í fyrsta sinn í tvær vikur sem að Jinping sést opinberlega í Kína. 19.9.2012 06:50
Sprengingin í gasvinnslu kostaði 26 manns lífið Sprenging og eldsvoði sem fylgdi í kjölfarið í gasvinnslu í Mexíkó kostaði 26 manns lífið í gær. 19.9.2012 06:48
Obama gagnrýnir Romney fyrir ummælin um bótaþega Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt Mitt Romney fyrir þau ummæli að nær helmingur bandarísku þjóðarinnar séu bótaþegar á framfæri hins opinbera sem greiði ekki tekjuskatta. 19.9.2012 06:40
NATO-liðar minna á ferð Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 hermaður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða. 19.9.2012 04:00
Hóta árásum á Bandaríkin Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. 19.9.2012 03:00
Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. 19.9.2012 03:00
Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. 19.9.2012 02:00