Fleiri fréttir

Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi

Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm.

Sjómenn geta kynt undir frekari deilum

Tugir þúsunda Kínverja hafa undanfarna daga mótmælt harðlega kaupum japanskra stjórnvalda á eyjaklasa í Kínahafi. Bæði kínversk og japönsk stjórnvöld gera tilkall til eyjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hvetur til sátta.

Meira um sjálfsmorð meðal samkynhneigðra

Ný rannsókn sem unnin var á vegum AIDS sjóðsins í Danmörku sýnir að samkynhneigt fólk, bæði karlar og konur, fremja sjálfsmorð í meiri mæli en hinir gagnkynhneigðu. Þá kemur einnig fram að lesbískum konum er hættara við að fá krabbamein en þeim gagnkynhneigðu.

Vörpudrifið ekki lengur skáldskapur

Margir kannast vafalaust við vörpudrifið svokallaða en það gegndi miðlægu hlutverki í Star Trek sjónvarpsþáttunum á sínum tíma. Nú sjá vísindamenn fram á að þessi heillandi tækni gæti í raun orðið að veruleika.

Ein stærsta dementaæð jarðar í Síberíu

Rússneskir vísindamenn hafa ljóstrað upp um vel varðveitt leyndarmál frá tímum Sovétríkjanna. Í árekstrargíg í austurhluta Síberíu má finna risavaxna demantaæð. Áætlað er að um trilljarð karöt af iðnaðardemöntum megi vinna úr æðinni.

Mikil byrði að vera Þjóðverji

Þýski rithöfundurinn Bernhard Schlink segir að enn í dag sé erfitt fyrir Þjóðverja að takast á við sögu landsins. Hlutverk landsins í síðari heimsstyrjöldinni grúfi yfir landinu og þýsk börn þurfi enn í dag að takast á við sálarangist yfir því að vera Þjóðverjar.

Suu Kyi til Bandaríkjanna

Friðarverðlaunahafinn og stjórnarandstöðuleiðtoginn frá Búrma, Aung San Suu Kyi, lagði í dag af stað í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna síðan hún var vistuð í stofufangelsi árið 1990. Í Bandaríkjunum mun hún taka við æðstu heiðursverðlaunum sem Bandaríkjaþingið getur veitt.

Prinsessa er látin

Ragnhildur Noregsprinsessa, stóra systir Haraldar Noregskonungs, lést í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu Hún var fædd árið 1930 og var því 82 ára þegar hún lést. Hún giftist Erling Lorentzen árið 1953 og bar frá því nafnið Ragnhildur Alexandra Lorentzen. Ragnhildar var minnst í erlendum fjölmiðlum í gær. Meðal annars minntist Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hennar með hlýjum orðum.

Lögfræðingar Kate og William mæta fyrir dómara í París

Lögfræðingar þeirra Kate Middleton og William Bretaprins munu mæta fyrir dómara í París nú fyrir hádegið þar sem þeir ætla að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu á tímaritinu Closer með lögbanni en tímaritið birt hefur myndir af Kate nakinni að ofan.

Kærðu tengdasoninn fyrir að nauðga önd

Tyrkneska dagblaðið Habertürk greindi frá því um helgina að karlmaður hefði verið handtekinn í Marmara-héraðinu grunaður um að hafa nauðgað önd. Það voru tengdaforeldrar mannsins sem kærðu hann til lögreglu eftir að þau fundu blóð og fjaðrir í rúmi mannsins. Maðurinn gisti hjá tengdaforeldrunum yfir nóttina.

John Major gagnrýnir myndbirtingu

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, John Major, gagnrýnir franska blaðið Closer sem og írska tímaritið Irish Daily harðlega fyrir að birta myndir af hertogaynjunni Kate Middelton berbrjósta.

Ætluðu að safna fé fyrir klíkuforingja

Hætt hefur verið við fjársöfnun fyrir leiðtoga hinnar alræmdu New York-klíku, Bloods, eftir að það fréttist að gengið ætlaði að safna fé fyrir leiðtogann. Foringinn, Ronald Herron, er almennt álitinn leiðtogi klíkunnar sem hefur fjölmörg líf á samviskunni í gegnum árin. Herron sætir nú ákærum fyrir morð, skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu.

Fjórir hermenn drepnir í Afganistan

Fjórir hermenn úr fjölþjóðaliði NATÓ í Afganistan voru drepnir í árás á varðstöð í Zabul héraði. Afganskir lögreglumenn sem störfuðu með hermönnunum í varðstöðinni eru grunaðir um verknaðinn.

Sá aðeins einn skotmann

Franska lögreglan er búin að taka skýrslu af sjö ára gamalli stúlku sem komst lífs af ásamt fjögurra ára gamalli systur sinni þegar fjölskylda þeirra var myrt með köldu blóði í frönsku ölpunum fyrir um einni og hálfri viku síðan.

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag

Tugir þúsunda kröfðust þess í Moskvu í dag að Vladimat Pútin, forsætisráðherra Rússlands, segði af sér. Þetta eru fyrstu stóru mótmælin í Moskvu í þrjá mánuði. Um sjö þúsund lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum sem samanstóðu af afar ólíkum hópum. Þannig tók samkynhneigðir aðgerðarsinnar þátt í mótmælunum sem og þjóðernissinnar auk fjölda kennara og stúdenta.

500 lögreglumenn gerðu vopn námuverkamanna upptæk

Um fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í umfangsmiklum húsleitum í húsakynnum námuverkamanna í Marikana í Suður-Afríku í morgun. Tólf voru handteknir og gríðarlegt magn vopna, þó aðallega sveðjur og önnur eggvopn, voru haldlögð. Fimm af þeim tólf sem voru handteknir reyndust vera með fíkniefni á sér samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Brutust inn í herstöð í Afganistan

Uppreisnarmenn réðust á Camp Bastion-herstöðina í suðurhluta Afganistan í nótt. Tveir bandarískir hermenn létust í árásinni.

ESB-flokkar í stjórnarmyndunarviðræður

Frjálslyndi flokkurinn og Verkamannaflokkurinn munu á næstu dögum hefja stjórnarmyndunarviðræður eftir góða útkomu í þingkosningunum í Hollandi í vikunni.

Vinnuálag eykur líkur á hjartasjúkdómum

Breskir vísindamenn komust að því með víðtækri rannsókn að vinnuálag eykur líkur á hjartaáföllum og hjartasjúkdómum um 23%. Rannsóknin náði til 200 þúsund einstaklinga en frá henni er greint á fréttavef BBC.

Tímarit hefur birt nektarmyndir af Kate Middleton

Kate Middleton eiginkona William Bretaprins er með böggum hildar því franskt tímarit hefur birt myndir af henni berri að ofan. Breska konungsfjölskyldan er æf af reiði vegna þessara nektarmynda.

Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu

Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu.

Þjófarnir klónuðu stolna bíla

Lögregluyfirvöld í Danmörku og Póllandi hafa afhjúpað pólskt þjófagengi sem stolið hefur að minnsta kosti 40 dýrum bílum í Danmörku.

Viðbúnaður aukinn vegna árása í Líbíu

Lið þungvopnaðra manna sem réðist á sendiráð Bandaríkjanna í Bengasí í Líbíu skákaði í skjóli mótmælenda sem mótmæltu óhróðursmynd um íslam. Árásirnar eru sagðar hafa verið þaulskipulagðar.

Seifur er stærstur allra hunda

Heimsmetabók Guinnes hefur útnefnt hinn þriggja ára gamla Seif sem stærsta hund veraldar. Seifur er stóri dani og er 112 sentímetrar frá loppu að herðakambi.

Með stærstu tvíhöfða í heimi - jafnstórir og meðal mitti karlmanns

Heimsmetabók Guinness fyrir árið 2013 kom út í dag en þar er fjallað um mörg ný heimsmet. Athyglisverðasta heimsmetið í bókinni er eflaust metið sem hinn tuttugu og fjögurra ára Egypti, Moustafa Ismail, sló á dögunum. En sá náungi er með stærstu tvíhöfða (e.biceps) í heimi.

Neil Armstrong borinn til grafar

Tunglfarinn Neil Armstrong var lagður til hinstu hvílu í Ohio í Bandaríkjunum í dag. Stjórnmálamenn, vísindamenn og aðstandendur Armstrongs fjölmenntu á minningarathöfn í Þjóðardómkirkjunni í Washington.

Ebólu-faraldur í Kongó

Ebóluveiran smitast nú manna á milli í Kongó. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu en á síðustu vikum hefur að minnsta kosti þrjátíu og einn látist af völdum veirunnar.

Clinton fordæmir áróðursmynd um íslam

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt kvikmyndina Sakleysi múslíma sem valdið hefur titringi meðal múslíma víða um heim.

Sjá næstu 50 fréttir