Erlent

Vilja ekki láta vígasveitir ráða

Hafa fengið nóg af ofríkismönnum.
Hafa fengið nóg af ofríkismönnum. Fréttablaðið/AP
Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austanverðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í landinu í síðustu viku.

Vopnaðir hópar manna, sem sumir hverjir eru arftakar uppreisnarsveitanna sem steyptu Moammar Gaddafí af stóli, hafa tekið að sér að gæta öryggis fólks en eru líka sakaðir um að haga sér eins og glæpagengi.

„Hvar er herinn, hvar er lögreglan?“ stóð á einu mótmælaskiltanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×