Erlent

Kúbverjar opnir fyrir viðræðum við Bandaríkin

BBI skrifar
Raúl Castro við pontuna í dag.
Raúl Castro við pontuna í dag. Mynd/AFP
Í dag er þjóðhátíðardagur Kúbu. Forseti Kúbu, Raúl Castro, hélt ræðu til að halda upp á 59 ára afmæli árásarinnar á Moncada herstöðina. Þó árásin hafi gengið illa markaði hún upphaf byltingarinnar á Kúbu. Bræðurnir Fidel Castro og Raúl Castro voru fremstir í flokki í árásinni.

Í ræðu sinni sagði forsetinn m.a. að ríkisstjórn Kúbu væri reiðubúin að ræða við stjórnvöld Bandaríkjanna án nokkurra skilmála. Þeir gætu rætt hvaða mál sem er svo lengi sem þeir stæðu sem jafningjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×