Erlent

Fjöldi Gyðinga á Vesturbakkanum tvöfaldast

Á undanförnum áratug hefur fjöldi Gyðinga sem flutt hafa heimili sín á Vesturbakkann tvöfaldast.

Í dag búa nær 350.000 Gyðingar á Vesturbakkanum og lætur nærri að um 15.000 þeirra flytjist búferlum þangað á hverju ári.

Í blaðinu The Guardian segir að þessi aukna búseta Gyðinga á Vesturbakkanum sé ein stærsta hindrunin í vegi þess að Ísrealsmenn og Palestínumenn finni friðsamlega lausn á deilum sínum.

Fyrir utan Vesturbakkann búa um 300.000 Gyðingar í Austur Jerúsalem á svæði sem ætlað er Palestínumönnum. Talið er að fjöldi Gyðinga á þessum tveimur svæðum verði um ein milljón innan fjögurra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×