Erlent

Holmes var í meðferð hjá geðlækni

Talið er að maðurinn sem grunaður er um að hafa staðið að baki fjöldamorðinu í Colorado í síðustu viku hafi verið undir eftirliti geðlækna.

Maðurinn, James Holmes, var doktorsnemi í taugaskurðlæknum. En samhliða náminu var hann sjúklingur sálfræðikennara við sama háskóla og hann stundaði nám við. Er talið að Holmes hafi verið geðhvarfasjúkur.

Áður hafði verið greint frá því að Holmes hafi sent nákvæmar upplýsingar um fjöldamorðið til kennarans. Ekki er vitað hvort að pakkinn hafi komist til skila. Holmes er sakaður um að hafa skotið tólf til bana í kvikmyndahúsi í bænum Aurora í Colorado, 20. júlí síðastliðinn. Alls særðust 58 í skotárásinni, af þeim liggja ellefu enn á spítala, þarf af fimm í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×