Erlent

Óttast að mikil fjöldamorð séu framundan í Aleppo

Bandaríkjamenn óttast að Sýrlandsstjórn sé að undirbúa mikil fjöldamorð í borginni Aleppo en stjórnarhermenn hafa nú umkringt borgina og bíða skipunar um að halda inn í hana.

Mikið af skriðdrekum og árásarþyrlum eru til staðar fyrir þann bardaga auk þess að orrustuþotur bíða átekta.

Í frétt á BBC segir að uppreisnarmenn í borginni hafi safnað að sér miklum birgðum af vopnum, skotfærum og læknisgögnum til að nota í bardögunum sem eru framundan.

Samhliða þessu berast fréttir af miklum herflutningum stjórnarhersins til Hama og að tyrknesku landamærunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×