Erlent

Hliðin að Ólympíusvæðinu opnuð

Ólympíuleikvangurinn í Lundúnum.
Ólympíuleikvangurinn í Lundúnum. mynd/AFP
Hliðin að Ólympíugarðinum standa nú opin. Fólk er tekið að streyma inn á svæðið og bíða margir í ofvæni eftir að sjá setningarathöfn leikanna.

Það má segja að athöfnin sé af stærri gerðinni í þetta skipti. Áætlað er að hún muni taka um þrjá tíma en um 15 þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í athöfninni.

Það er breski leikstjórinn Danny Boyle sem sér um skipulagningu sjónarspilsins.





Allt er að verða tilbúið. Þessa mynd tók Valgarður Gíslason ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins fyrir stundu. mynd/Valli
Ólympíukyndillinn er nú í geymdur í ráðhúsinu í Lundúnum og verður hann fluttur að Stratford leikvanginum seinna í dag. Þar mun leynigestur taka við honum og kveikja í Ólympíueldinum.

Big Ben, klukkuturn Westministerhallar, sló inn Ólympíuleikana fyrr í dag. Þá ómuðu bjöllur hans í þrjár mínútur en það gerðist síðast þegar Georg 6. Bretlandskonungur var borinn til grafar.

Talið er að opnunarhátíðin kosti um 27 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×