Erlent

Kim Jong-un vill vera opnari leiðtogi

Hjónakornin á rölti í Pyonyang.
Hjónakornin á rölti í Pyonyang. mynd/AP
Miklar getgátur hafa verið um dularfullu konu sem sést hefur við hlið Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu undanfarið. Nú hafa fjölmiðlar þar í landi tilkynnt að konan sé sannarlega eiginkona Kim Jong og að hún heiti Ri Sol-ju.

Lítið er vitað um Ri Sol en fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa greint frá því að hún hafi verið gift leiðtoganum unga í þrjú ár. Hún hafi ferðast mikið um Suður-Kóreu á sínum tíma og lagt stund á söngnám þar í landi.

Tilkynningin þykir bera vitni um nýja stjórnarhætti í Norður-Kóreu. Þannig vilji Kim Jong vera opnari leiðtogi en faðir sinn, Kim Jong-il, sem sjaldan sást með konum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×