Erlent

Íþróttaálfur og forsetafrú í auglýsingu

Magnús Scheving og Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hafa tekið höndum saman og boða nú vitundavakningu í Bandaríkjunum um heilbrigt líferni.

Auglýsing vegna átaksins var birt á veraldarvefnum í gær en hana má sjá hér fyrir ofan.

Átakið er að kalla Let's Move en því er ætlað að hvetja börn til að hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi.

Magnús og Michelle hafa unnið saman áður en þau stóðu fyrir stærðarinnar fótboltamóti í Washington fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×