Erlent

Danir kristnir fyrr en talið var

Jalangurssteinarnir Á öðrum steininum segir að Haraldur blátönn hafi kristnað Dani. wikipedia/Casiopeia
Jalangurssteinarnir Á öðrum steininum segir að Haraldur blátönn hafi kristnað Dani. wikipedia/Casiopeia
Nýjar fornleifarannsóknir í nágrenni Ribe á Jótlandi benda til þess að Danir hafi tekið kristni fyrr en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á vef Berlingske.

Samkvæmt rúnum á Jalangurssteininum innleiddi Haraldur blátönn konungur kristni á seinni hluta tíundu aldar. Grafirnar við Ribe, sem eru um einni öld eldri, eru hins vegar nær örugglega úr kristnum sið þar sem fólkið er lagt til á ákveðinn hátt. Því er talið víst að hluti Dana hafi tekið á móti kristni nokkru áður en hún var lögleidd. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×