Erlent

Allt stopp í Lundúnum

Frá Park Lane í Lundúnum.
Frá Park Lane í Lundúnum. mynd/AP
Miklar tafir hafa orðið á umferð í Lundúnum í dag. Leigubílstjórar mótmæla því að fá ekki að nota sérstakar akreinar sem ætlaðar eru fjölmiðlafólki, íþróttamönnum og embættismönnum.

Mótmælin hófust á þriðja tímanum og hafa bílstjórarnir ekið bílum sínum löturhægt um miðborg Lundúna með tilheyrandi umferðaröngþveiti.

Upphaflega ætluðu leigubílstjórarnir að mótmæla seinna í dag en lögregluyfirvöld í borginni bönnuðu það enda styttist í setningarathöfn Ólympíuleikanna sem hefst klukkan 8 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×