Erlent

Opnunarhátið Ólympíuleikanna haldin í kvöld

Opnunarhátið Ólympíuleikanna verður haldin í kvöld og búist er við að um milljarður manna um allan heim muni fylgjast með henni í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Siglt verður með Ólympíueldinn síðasta spöl hans eftir Thames ánni í hinu konunglega skipi Gloriana og síðan verður kveikt á Ólympíukyndlinum með honum. Eftir það hefst þriggja klukkustunda opnunarhátíð klukkan átta í kvöld að okkar tíma en þar verður boðið upp á ýmsa skemmtun og sjónarspil.

Sviðið verður um 15 þúsund fermetrar að stærð og yfir 10.000 sjálfboðaliðar taka þátt í hátíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×