Erlent

Sænskur prestur njósnaði fyrir Stasi í 25 ár

Sænskur prestur var njósnari fyrir austurþýsku leyniþjónustuna Stasi í ein 25 ár. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum safnaðaráðs prestsins í Luleaa.

Presturinn sem hér um ræðir heitir Aleksander Radler og er orðinn 68 ára gamall. Hann mun m.a. hafa komið nöfnum á stúdentum sem ætluðu að flýja frá Austur-Þýskalandi árið 1968 í hendur Stasi.

Í sænskum fjölmiðlum kemur fram að rannsókn safnaðarráðsins hafi leitt í ljós að Radler var vellaunaður fyrir njósnir sínar sem hann stundaði bæði í Svíþjóð og Þýskalandi.

Sjálfur segir presturinn að hann iðrist gjörða sinna og muni gera grein fyrir sinni hlið málsins á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×