Erlent

Fundu gljúfur undir ísnum

Erfiðar aðstæður og gríðarlegt flæmi gerir vísindamönnum það erfitt að rannsaka suðurskautið.
Erfiðar aðstæður og gríðarlegt flæmi gerir vísindamönnum það erfitt að rannsaka suðurskautið. Nordicphotos/afp
Vísindamenn hafa uppgötvað mikið gljúfur undir miklum ísbreiðum á Suðurskautslandinu. Þeir telja að uppgötvunin muni varpa nýju ljósi á bráðnun jökla og hafíss á suðurhveli jarðar. Frá þessu er greint í nýju tölublaði vísindatímaritsins Nature.

Ferrigno-ísstraumurinn er meðal fjarlægustu staða Suðurskautslandsins og þangað hafa menn aðeins einu sinni áður komið, árið 1961.

Vísindamenn segja þetta gefa enn frekara tilefni til þess að kanna hvernig bráðnun íss er undir yfirborði jökla og ísbreiða. - bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×