Erlent

Hafa náð tökum á skógareldunum í Colorado

Slökkviliðsmenn hafa nú náð tökum á um 70% af verstu skógareldum í sögu Colorado ríkis í Bandaríkjunum.

Yfir 7.000 hektarar af skóglendi hafa eyðilagst og nær 350 hús í borginni Colorado Springs hafa brunnið til grunna.

Þeim 32.000 manns sem þurftu að yfirgefa borgina í síðustu viku hefur nú verið leyft að snúa heim aftur.

Þrumuveður og rigningar undanfarna tvo sólarhringa hafa aðstoðað þá 1.500 slökkviliðsmenn sem enn berjast við eldana og áætlað er að slökkvistarfinu ljúki í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×