Erlent

Líkamar þotuflugmannanna fundnir

BBI skrifar
Mynd/AP
Líkamar tyrknesku þotuflugmannanna sem skotnir voru niður af Sýrlenskum öryggissveitum í síðasta mánuði eru fundnir. Þeir fundust á sjávarbotni Miðjarðarhafsins.

Þotan var skotin niður þann 22. júní vegna þess að sýrlensk yfirvöld töldu hana komna inn á sýrlenskt yfirráðasvæði. Tyrknesk yfirvöld þvertaka fyrir það og segja þotuna hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi.

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, hefur gefið út að hann sjái eftir atvikinu sem jók mjög á spennu milli landanna tveggja og gengu Tyrkir í kjölfarið svo langt að senda herlið að landamærum landanna.

BBC segir frá.


Tengdar fréttir

Tyrkir búast til varnar

Tyrkir hafa sent hermenn, eldflaugar og önnur hergögn að landamærum Sýrlands samkvæmt fréttastofu Sky News. Forsætisráðherra Tyrklands hefur jafnframt gefið út skipun um að bregðast við ógnum sem kunna að steðja að landamærunum. Hann lýsti því yfir í kjölfar þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska herflugvél fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×