Erlent

Milljónir manna í Bandaríkjunum án rafmagns

Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjunum eru nú án rafmagns í kjölfar mikils óveðurs sem geisað hefur víða á svæðinu frá síðustu helgi. Að minnsta kosti 22 manns hafa látið lífið í þessu óveðri.

Einn verst í ástandið í kringum höfuðborg landsins Washington og í Maryland. Þar fengu margir opinberir starfsmenn frí í gærdag sökum þess að rafmagnsleysið olli miklum truflunum á umferðinni þar sem götuljós virkuðu ekki.

Þá hefur mikil hitabylgja á þessum slóðum gert ástandið verra þar sem loftkælingarkerfi virka ekki. Talið er að það taki nokkra daga að koma rafmagninu á að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×