Erlent

Katie Holmes er flutt út

Katie Holmes lætur engan tíma fara til spillis og er flutt út úr lúxusíbúð þeirra Tom Cruise á Manhattan. Hún sást yfirgefa húsið á föstudagsmorguninn síðasta sem var sami dagur og hún sótti um skilnað.

Útlit er fyrir að hún sé að reyna að skera á öll tengsl við leikarann því hún hefur ráðið eigin öryggisgæslu og rekið öryggisverðina sem Cruise réð fyrir fjölskylduna. Einnig hefur farið aftur til fyrrum almannatengslafulltrúa og rekið þann sem var fulltrúi þeirra hjóna.

Fréttir herma að Katie sé að skoða nýja íbúð í húsi þar sem fatahönnuðurinn Marc Jacobs, Lance Bass og Nick Jonas hafa allir búið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×