Erlent

Stærsti plöntu- og fræbanki heimsins í fjárhagsvandræðum

Fjárskortur hjá stærsta plöntu- og fræbanka heimsins ógna nú tilveru um 2.000 norrænna planta og fræja.

Hér er um Vavilov stofnunina að ræða í Rússlandi en þar eru geymdar um 320.000 plöntur og fræ allstaðar að úr heiminum. Meðal þeirra eru um 2.000 norrænar tegundir og finnst hluti þeirra ekki lengur í náttúrunni.

Erfitt efnahagsástand og niðurskurður á fjárframlögum til Vavilov hafa gert það að verkum að hæft starfsfólk hefur yfirgefið stofnunina og þar að auki eru ekki til peningar til að mennta annað starfsfólk í staðinn.

Morten Rasmussen ráðgjafi hjá norræna erfðabankanum Nordgen hefur miklar áhyggjur af þróun mála enda hefur Nordgen fengið plöntur og fræ frá Vavilov stofnuninni.

Rasmussen segir í samtali við Politiken að reikna megi með að einhver fjöldi af plöntum og fræjum séu þegar útdauð hjá Vavilov stofnuninni þar sem hún hefur ekki lengur efni á að áframrækta plönturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×