Erlent

Clinton baðst loks afsökunar

Mótmælendur í Pakistan brenna bandaríska fánann.
Mótmælendur í Pakistan brenna bandaríska fánann. nordicphotos/AFP
Pakistanar hafa opnað á ný flutningaleið fyrir bandarísk hergögn til Afganistans, sem hefur verið lokuð í sjö mánuði, eða síðan Bandaríkjamenn felldu 24 pakistanska hermenn í loftárás.

Pakistanar féllust á að opna flutningaleiðina eftir að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lét undan kröfu pakistanskra stjórnvalda og baðst afsökunar á árásinni.

Bandaríkjastjórn hefur hikað við að biðjast afsökunar, að því er virðist af ótta við gagnrýni bandarískra stjórnarandstæðinga í miðri kosningabaráttu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×