Erlent

ACTA hafnað á Evrópuþingi

Evrópuþingmenn höfnuðu upptöku ACTA-samningsins umdeilda á vettvangi ESB. Mörg aðildarríki hafa þó þegar gengist undir hann.
Evrópuþingmenn höfnuðu upptöku ACTA-samningsins umdeilda á vettvangi ESB. Mörg aðildarríki hafa þó þegar gengist undir hann. NordicPhotos/AFP
Evrópuþingið hafnaði í gær upptöku hins umdeilda ACTA-samnings sem settur hefur verið til höfuðs höfundarlagabrotum.

Niðurstaðan var ótvíræð þar sem 478 þingmenn voru á móti, 39 voru fylgjandi og 165 sátu hjá. Samningurinn, sem flest aðildarríki ESB hafa þegar tekið upp, sem og Bandaríkin og fleiri, þykir bjóða upp á aukna ritskoðun á veraldarvefnum og vega að persónufrelsi almennings.

Framkvæmdastjórn ESB gæti reynt að leggja samninginn fyrir þingið að nýju að fengnum úrskurði Evrópudómstólsins um lögmæti samningsins.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×