Erlent

Pyntingabúðir í Sýrlandi

Rúmlega tíu þúsund manns hafa tapað lífi í Sýrlandi á síðustu sextán mánuðum,
Rúmlega tíu þúsund manns hafa tapað lífi í Sýrlandi á síðustu sextán mánuðum, mynd/afp
Í skýrslu sem Mannréttindavaktin gaf út frá sér í dag segir að lögreglan í Sýrlandi sé að reka pyntingabúðir um allt landið. Þeir sem eru í haldi eru barðir, brenndir með sýru, kynferðislega áreittir og neglur þeirra dregnar af.

Mannréttindavaktin sem er staðsett í New York, hefur borið kennsl á 27 pyntingarbúðir sem þeir segja að lögreglan hafi rekið síðan uppreisn hófst í landinu á síðasta ári.

Mannréttindavaktin hefur tekið viðtöl við 200 manns sem segjast öll hafa verið pyntuð. Einn þeirra lýsir því að heftað hefur verið í fingur hans, eyru og bringu og honum gefið rafstuð í kynfæri.

Skýrslan segir frá því að mörg þúsund manns hafi verið haldið í pyntingarbúðum og aðgerðir lögreglunnar séu glæpsamlegar.

Mannréttindavaktin hefur beðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að vísa málinu til Alþjóðlega sakamáladómstólsins.

Samkvæmt tölum Sameinu þjóðanna hafa rúmlega tíu þúsund manns verið drepnir í óeirðunum í Sýrlandi á síðastliðnum 16 mánuðum.

Huffington Post segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×