Erlent

Kominn út úr skápnum

Fréttamaðurinn Anderson Cooper sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að hann væri samkynhneigður.

„Staðreyndin er sú að ég er samkynhneigður, hef alltaf verið og verð alltaf og ég gæti ekki verið hamingjusamari, sáttari við sjálfan mig og stoltari" segir fréttamaðurinn í viðtali í gær.

Hann hefur alltaf haldið sínum persónulegu málum út af fyrir sig en sagðist hafa áttað sig á því að fólk héldi að hann væri að leyna einhverju.

„Ég hef alltaf verið hreinskilinn með þennan hluta lífs míns við vini mína, fjölskyldu og samstarfsmenn. Í fullkomnum heimi tel ég það ekki koma neinum við, en ég tel það mikils virði að standa upp og vekja athygli á málinu," bætti hann við.

Cooper er fréttamaður á CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×