Erlent

Vímulaust maríjúana

Fyrirtækið Tikum Olam í Ísrael sem ræktar maríjúana plöntur sem lyf, hefur þróað plöntu sem veldur ekki vímu.

„Stundum er víman ekki það sem sjúklingar þurfa. Oft er víman óhjákvæmileg aukaverkun og fyrir suma er það mjög óþægilegt," segir Zack Kleik framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.

Níu þúsund sjúklingum í Ísrel sem þjást af krabbameini, Parkinson, MS og kvíðaröskun er gefið maríjúana. Það getur slegið á verki, aukið matarlyst og dregið úr streitu.

Maríjúana er ólöglegt eiturlyf í Ísrael en var leyft í landinu sem lyf árið 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×